Tímarit SI um nýsköpun
Samtök iðnaðarins gáfu út tímarit um nýsköpun 17. júní 2020.
Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins. Með því að styðja við umgjörð og hvata til nýsköpunar í nýjum og rótgrónum fyrirtækjum eflum við samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í því ljósi réðust samtökin í útgáfu á nýju 128 síðna tímariti þar sem horft er á nýsköpun út frá fjölmörgum sjónarhornum. Tímaritið var gefið út 17. júní 2020.
Í tímaritinu er skyggnst inn í ótal greinar íslensks iðnaðar og dregnar fram fjölbreyttar hliðar nýsköpunar. Horft er til frumkvöðla og stjórnenda í nýjum atvinnugreinum eins og líftækni, gagnaversiðnaði og tölvuleikjaiðnaði. En einnig er rætt við þá sem stunda nýsköpun í rótgrónari iðnaði, líkt og matvælaiðnaði, áliðnaði og byggingariðnaði. Í tímaritinu kemur fram í grein aðalhagfræðings SI að fram til ársins 2050 þurfi að skapa 60 þúsund ný störf. Þá kemur fram sýn forseta Íslands og nýsköpunarráðherra á hvert mikilvægi nýsköpunar er fyrir Ísland, auk þess sem formaður SI og framkvæmdastjóri SI segja frá því hvers vegna samtökin leggja áherslu á nýsköpun og hvaða þýðingu það hefur að hvetja til sóknar á því sviði. Ritstjóri tímaritsins er Margrét Kristín Sigurðardóttir.
Hér er hægt að nálgast tímaritið í PDF-útgáfu.
Hér er hægt að nálgast tímaritið í Issuu.
Útgáfuhóf í Grósku
Í tilefni af útgáfu tímarits Samtaka iðnaðarins um nýsköpun var efnt til útgáfuhófs 16. júní í hugmynda- og nýsköpunarhúsinu Grósku sem búið er að reisa í Vatnsmýrinni. Þar var forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og nýsköpunarráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, afhent fyrstu eintökin. Á myndinni eru talið frá vinstri Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá viðburðinum.
Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins.
Sigurður Ólafsson sér um viðskiptaþróun hjá Grósku.
Umfjöllun
Markaðurinn, 17. júní 2020.
Fréttablaðið, 17. júní 2020.
Viðskiptablaðið, 17. júní 2020.
Morgunblaðið, 19. júní 2020.
mbl.is, 22. júní 2020.
Vísir, 23. júní 2020.
mbl.is, 23. júní 2020.
mbl.is, 23. júní 2020.
Hringbraut, 24. júní 2020.
mbl.is, 27. júní 2020.
mbl.is, 4. júlí 2020.
Bylgjan, 8. júlí 2020.
Kynningarmyndbönd
Hér fyrir neðan eru stutt kynningarmyndbönd um tímaritið.
Efni tímaritsins
- Þannig týnist tíminn - Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Við stöndum á tímamótum - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Með Kríu kemur súrefni fyrir frumkvöðla - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra
- Beint frá bauninni - Óskar Þórðarson og Kjartan Gíslason, stofnendur Omnom Chocolate Reykjavík
- Ísland vel staðsett milli tveggja markaðssvæða - Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech
- Tölvuleikir eru eins og gott viský - Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
- Eðlilegt að fá tíu sinnum nei - Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar tveggja stofnenda GeoSilica
- Menntakerfið á að búa til frumkvöðla - Björn Lárus Örvar, einn af stofnendum og yfirmaður rannsókna og nýsköpunar ORF Líftækni
- Mestur vöxtur í heilsuvörum fyrir konur - Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis
- Nýsköpun kom Össuri á kortið - Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
- Hagkerfi drifið af hugverki - Guðrún Hafsteinsdóttir, ein af eigendum Kjöríss
- Nýtir þorskroð svo ekki komi til aflimunar - Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
- Nýsköpun er miðpunkturinn í starfseminni - Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel
- Menningin lykillinn að allri nýsköpun - Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
- Nýsköpun og vöruþróun rauður þráður í rekstri Lýsis - Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis
- Ísland má ekki verða undir í samkeppninni - Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers
- Vöxtur nýsköpunarfyrirtækja er dýr - en nauðsynlegur - Ágústa Guðmundsdóttir, annar af tveimur stofnendum Zymetech
- Hið opinbera getur aldrei leitt nýsköpunarstarf - Orri Björnsson, forstjóri Algalíf
- Skattalegir hvatar og mælaborð fyrir nýsköpun - Svana Helen Björnsdóttir, stofnandi Stika og hluthafi í Klöppum
- Eyrir í hálfgerðu foreldrahlutverki - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, Eyris Sprota og Eyrir Ventures
- Leiðandi í nýjum, grænum lausnum - Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI
- Ísland verði nýsköpunarparadís fyrir frumkvöðla Kristinn Aspelund, annar tveggja stofnenda Ankeri
- Vöruþróun lykillinn að velgengninni - Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar
- Bylting í flokkun og endurvinnslu á Íslandi - Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Terra
- Lykilatriðið hvar hugverkin eru staðsett - Tryggvi Hjaltason, verkefnastjóri hjá CCP og formaður Hugverkaráðs SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
- Verðum að mæta nýjum þörfum fólks - Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk og formaður Mannvirkjaráðs SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
- Nýsköpun tryggir samkeppnisforskot - Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola European Partners á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI
- Þurfum 60 þúsund ný störf til ársins 2050 - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI