Íbúðatalning SI

Skilvirk framleiðsla íbúðarhúsnæðis byggir á ákvarðanatöku og stefnumótun þar sem upplýsingar um ástand og umhverfi markaðarins gegna mikilvægu hlutverki.

Árlega mæla Samtök iðnaðarins umfang framleiðslu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu með talningu. Íbúðir í framleiðslu er taldar eftir gerð húsnæðis (rað- og parhús, fjölbýli og sérbýli) og mat lagt á stöðu framkvæmda eftir staðli ÍST-51. Kortið hér að neðan sýnir heildarmagn íbúðarhúsnæðis í framleiðslu.

Hér eru helstu niðurstöður talningar í september 2019. 

Hér eru helstu niðurstöður talningar í mars 2019.

Hér eru helstu niðurstöður talningar 2018. 

Hér eru helstu niðurstöður talningar í október 2017.

Hér má sjá samantekt á talningu í október 2017.

Hér  má sjá samantekt á talningu í febrúar 2017.

Samhliða talningu er gerð spá um byggingarmagn í framtíðinni; um hvenær bygging íbúðarhúsnæðs hefst og hvenær framkvæmdum lýkur. Við gerð spárinnar er litið til skipulags sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu auk þess að fengið er álit lóðaeigenda, hönnuða og framkvæmdaaðila. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir eru þær dregnar saman og mat lagt á niðurstöðuna. Með þessari aðferðafræði verður ekki til spá sem er byggð á vonum og væntingum, heldur spá sem á að vera í takt við raunveruleikann.