Íbúðatalning

Skilvirk framleiðsla íbúðarhúsnæðis byggir á ákvarðanatöku og stefnumótun þar sem upplýsingar um ástand og umhverfi markaðarins gegna mikilvægu hlutverki.

Samtök iðnaðarins mældu umfang íbúða í byggingu með talningu á árabilinu 2007-2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók við talningu íbúða í byggingu á árinu 2023 og er hægt að fylgjast með á mælaborði húsnæðisáætlana á vef HMS

Hér er hægt að nálgast talningar á árabilinu 2017-2022:

  • Hér eru helstu niðurstöður  talningar í október 2022.
  • Hér eru helstu niðurstölur talningar í mars 2022.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í september 2021.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í mars 2021.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í september 2020.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í mars 2020.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í september 2019. 
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í mars 2019.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar 2018. 
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í október 2017.
  • Hér eru helstu niðurstöður talningar í október 2017.
  • Hér  eru helstu niðurstöður talningar í febrúar 2017.

Talning á íbúðum í byggingu 2021

Í myndbandi sem sýnt var á Iðnþingi 2021 slæst Logi Bergmann í för með Friðriki Á. Ólafssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, þegar sá síðarnefndi framkvæmir talningar á íbúðum í byggingu.

Hér er hægt að nálgast myndbandið:

https://vimeo.com/519889787


Íbúðamarkaður á krossgötum - fundur 2019

Ríflega 200 manns mættu á fund Samtaka iðnaðarins um íbúðamarkaðinn sem haldinn var í Háteig á Grand Hótel Reykjavík 17. apríl 2019. Á fundinum fluttu fimm frummælendur erindi og efnt var til pallborðsumræðna. Fundarstjóri var Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Pallborðsumræðum stjórnaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, en í umræðunum tóku þátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERK, Helgi Már Halldórsson, ASK arkitektar, formaður SAMARK, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits. Yfirskrift pallborðsumræðnanna var Leiðir til lausna.

Si_fundur_17042018_x-17_1528203093341

Myndir

Á Facebook SI er hægt að skoða myndir frá fundinum í Háteig á Grand Hótel Reykjavík.

Glærur

Hér er hægt að nálgast glærur frummælendanna á fundinum:

Greinar

  • Innviðaráðuneytið - Grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í Morgunblaðinu 19. apríl 2018.
  • Brotinn húsnæðismarkaður - Grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í Fréttablaðinu 26. apríl 2018.
  • Hvar á fólkið á búa? - Grein Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI, í Viðskiptablaðinu 3. maí 2018.
  • Ríki í ríkinu - Grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í ViðskiptaMogganum 17. maí 2018.
  • Skilvirkara Ísland - Grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í Fréttablaðinu 1. júní 2018.

Greiningar

  • Hvar á að koma íbúum fyrir á næstu árum? Tæplega 1.400 óbyggðar samþykktar íbúðarlóðir eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem heimilt er að byggja rúmlega 7.200 íbúðir. Ef miðað er við að meðaltali verði 2,2 íbúar í hverri íbúð er um að ræða íbúðir fyrir 16 þúsund manns sem er langt frá þeirri áætlun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðsins sem gerir ráð fyrir fjölgun um allt að 75 þúsund manns til ársins 2040, þar af 30-38 þúsund manns til ársins 2025.
  • Tafir umfram lögbundna fresti hjá úrskurðarnefnd. Um áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði en nefndin skal samkvæmt lögum kveða upp úrskurði eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast frá stjórnvaldi en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið.
  • Ný greining SI á umferðartöfum. Tengsl ferðatíma og fasteignaverðs verða æ sýnilegri. Segja má að höfuðborgarbúum standi almennt tvennt til boða þ.e. að búa í dýru húsnæði í miðborg Reykjavíkur eða sitja löngum stundum í umferðartöfum.
  • Tafir á byggingarframkvæmdum geta kostað milljarða. Tafir á byggingarframkvæmdum í stjórnsýslu sveitarfélaga skapi aukakostnað fyrir samfélagið og að sá kostnaður birtist meðal annars í hærra fasteignaverði.
  • Ný greining SI á íbúðamarkaðnum. Í nýrri greiningu sem Samtök iðnaðarins hafa gert kemur meðal annars fram að á síðustu áratugum hefur hækkandi meðalaldur, lækkandi fæðingartíðni o.fl. þættir sem tengjast lýðfræðilegri þróun gert það að verkum að þörf fyrir fjölgun íbúða hefur aukist hraðar en fólksfjöldinn í landinu.
  • Á Norðurlandi eru 444 íbúðir í byggingu.

Annað tengt íbúðamarkaðnum