Orka og umhverfi

SI-Icon-orka-umhverfiSamtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í orku og umhverfi þar sem stefnt er að því að íslenskur iðnaður sé í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum og styðji við markmið þjóðarinnar um kolefnishlutleysi.

Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla opnuðu vefinn orkuskipti.is 18. október 2022. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar sem fram komu á fundi í Kaldalóni í Hörpu þar sem vefurinn var formlega opnaður.

Ozzo_DJI_0118

Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn

Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því því að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í umhverfismálum sem geti skapað íslenskum iðnaði samkeppnisforskot. 

Leiðin að minni losun gróðurhúsalofttegunda er eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans Mikill árangur hefur náðst hér á landi á síðustu áratugum, m.a. með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa til húshitunar og orkuvinnslu. Þessi aukna áhersla mun m.a. leiða til þróunar í grænni tækni og snjöllum samgöngum.

Metnaðarfull markmið á sviði umhverfis- og loftslagsmála eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings
er forsenda þess að árangur náist.

SI beiti sér fyrir skýrri stefnu í loftslagsmálum

Markmið

Að íslenskur iðnaðar marki sér skýra stöðu á sviði umhverfismála á komandi áratug.

Leiðir að markmiði

Stöðumat og stefnumótun

 • Samtök iðnaðarins hafa unnið að stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.
 • Greina þarf áskoranir og gera s töðumat á ólíkri stöðu iðnfyrirtækja og mismunandi áskorunum þeirra, s s á grundvelli loftslagsverkefnis SI og Festu. 
 • Fyrirtæki setji sér stefnu í umhverfismálum, s s grænt bókhald, og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið.

Aðgerðaáætlun

 • Vinna aðgerðaráætlun til að örva og auðvelda fyrirtækjum að ná árangri í umhverfisvernd Stuðla að markvissum stuðningi og styrkjum til slíkra verkefna Greina þarf þau tækifæri sem kunna að skapast, bæði vegna breytinga í rekstri og markaðssetningu á þekkingu. 
 • Setja mælanleg markmið fyrir iðnaðinn um samdrátt í losun Hvetja fyrirtæki áfram í að leitast eftir því að ná þeim með því að innleiða grænar lausnir í starfsemi þeirra. 
 • Styrkja þarf jafnt nýsköpun á þessu sviði, nýja stoð í atvinnulífinu og auka útflutning á vistvænni tækni frá Íslandi Skýrir hvatar þurfa að vera til staðar og ábyrgð með því að verkefnum sé ýtt úr vör.

SI beitir sér fyrir upplýsingagjöf og hvatningu

Markmið

Að íslensk iðnfyrirtæki verði meðvituð um mikilvægi umhverfissjónarmiða.

Leiðir að markmiði

Hvatning og upplýsingagjöf

 • Hvetja þarf felagsmenn að leggja sitt að mörkum til að uppfylla Parísarsamkomulagið þ m t þróa nýja tækni og innleiða lausnir í þeim tilgangi.
 • SI stuðli að upplýsingagjöf og leiðbeiningum til efla umhverfisvitund og eftirfylgni með umhverfiskröfum, s.s. á grundvelli samstarfsverkefnis SI og Festu um loftslagsmál.

Markaðssetning

 • Vekja athygli á sérstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og þeim mikla árangri sem náðst hefur með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Nýta þá sérstöðu til að fá aukin skilning fyrir hérlendum aðstæðum og kynna um leið íslenskt hugvit og tækni. 
 • Styðja skal við og hvetja íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar að hanna lausnir sem stuðla að bættri orkunýtni, orkustýringu og hráefnanýtingu og skapa einnig verðmæti úr úrgangi og útblæstri. 

SI beiti sér fyrir sjálfbærni

Markmið

Að íslenskur iðnaður beiti sér fyrir umhverfisvænni orkunýtingu og úrgangsmeðhöndlun

Leiðir að markmiði

Orkunýting og orkuskipti

 • Taka til skoðunar samhæfðari nýtingu ólíkra orkukosta, s. s. nýting vind, vatnsafls og jarðvarma og samlegð þar á milli. 
 • Örva orkuskipti í samgöngum og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis Setja raunhæf markmið um hlutfallslega aukningu umhverfisvænna ökutækja og stuðla að innviðauppbyggingu til að þjónusta umhverfisvænan flota. 

Sjálfbærni og úrgangslosun

 • Úrvinnsla á úrgangi iðnaðar verði í sátt við umhverfi og samræmist kröfum hringrásarhagkerfis og alþjóðlegum skuldbindingum. Stuðla skal að aukinni endur og/eða úrvinnslu í anda hringrásarhagkerfis með hagrænum hvötum. 
 • Setja þarf markmið um úrvinnsluhlutfall að teknu tilliti til landsmarkmiða og draga eins og kostur er úr flutningi úrgangs um langan veg.
 • Samræmdu flokkunarkerfi komið á með því að gera flokkun úrgangs skilvirkari og aðgengilegri, s s efla samkeppnisskilyrði á því sviði gagnvart sveitarfélögum.

Raforkustefna SI

Raforkustefna SI er samþykkt af stjórn.

Stefna og áherslur SI í raforkumálum

 • Tæplega fjórðungur útflutningstekna þjóðarinnar byggir á nýtingu og framleiðslu raforku. Þannig gegnir orkuframleiðsla og nýting hennar lykilhlutverki í efnahagsstarfseminni og er veigamikil uppspretta verðmætasköpunar.

 • Skipulag, uppbygging og þróun þessa mikilvæga markaðar skiptir því sköpum, bæði fyrir iðnfyrirtæki, orkufyrirtæki og efnahagslífið í heild sinni.

 • Á síðustu árum hefur vægi umhverfisþátta í orkumálum aukist mikið og mikilvægt að vega saman með skynsömum hætti umhverfissjónarmið og efnahagslega þætti.

 • SI setja því fram skýra sýn á þá meginþætti er mestu skipta varðandi þróun, uppbyggingu og skipulag markaðarins.

NÁNAR

Skýrsla SI um íslenska raforkumarkaðinn

Samtök iðnaðarins efndu til opins fundar og útgáfu á skýrslu um íslenska raforkumarkaðinn undir yfirskriftinni Íslensk raforka - ávinningur og samkeppnishæfni miðvikudaginn 16. október 2019.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Forsida-skyrslu-mynd

Hér er hægt að nálgast skýrsluna, glærur fundarins og myndir.