Drifkraftur nýrrar sóknar
Aðalfundur, Iðnþing og Árshóf SI
IÐNÞING 2014
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í íþrótta- og sýningarhöllinni fimmtudaginn 6. mars kl. 14.00 – 16.00.
Á Iðnþingi verður 20 ára afmæli SI fagnað og fjallað um fjölbreyttan iðnað sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs.
Ný sókn
Flutt verða þrjú erindi um tækifærin til nýrrar sóknar og hvað þurfi til að byggja upp fjölbreytt og verðmætaskapandi atvinnulíf sem tryggir þjóðinni góð lífskjör.
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins fjallar um hvað þurfi til nýrrar sóknar og forsendubreytinguna frá því hann hóf stjórnmálastörf 1980. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis beinir sjónum að viðskiptatækifærum alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi, hvað þurfi til að þau vaxi og dafni og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP fjallar um sóknarfæri til framtíðar.
Drifkraftur í iðnaði
Forráðamenn fjögurra ólíkra iðnfyrirtækja segja stuttar reynslusögur sem endurspegla drifkraftinn í íslenskum iðnaði. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks rekur hvernig stóru byggingaverktakafyrirtæki reiddi af í kreppunni. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs segir frá því hvernig fyrirtækið hefur vaxið úr lítilli kaffibrennslu í umfangsmikla iðnaðarframleiðslu og veitingaþjónustu. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis fjallar um vöxt í heilbrigðistækni en Kerecis er eitt þeirra fyrirækja sem hafa tækni þróað vörur úr vannýttu hráefni með nýrri. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets segir frá því hvernig fyrirtækið hefur lagað sig að breyttum aðstæðum í áranna rás með því að leggja áherslu á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund.
Fundarstjóri: Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Léttar veitingar
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
AÐALFUNDUR SI
Aðalfundur félagsmanna SI verður haldinn í Íþrótta- og sýningarhöllinni fimmtudaginn 6. mars kl. 12.00 – 13.45.
Dagskrá:
Hádegisverður í boði SI
Hefðbundin aðalfundarstörf:
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Ársreikningar
Tillaga stjórnar að fjárhagáætlun næsta árs
Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda
Kjör í fulltrúaráð SA
Kosning löggilds endurskoðanda
Kosning kjörstjóra og aðstoðarmanna hans
Önnur mál:
Almennar umræður
Ályktun Iðnþings
Fundarstjóri er Sveinn Hannesson, forstjóri Gámaþjónustunnar
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Árshóf SI
Árshóf félagsmanna Samtaka iðnaðarins verður haldið í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 7. mars.
Vinsamlegast hafið samband við Þóru Ólafsdóttur í síma 591 0100 eða tilkynnið þátttöku á netfangið thora@si.is eða mottaka@si.is fyrir 28. febrúar nk.
Miðinn kostar 7.900 krónur og hefst hófið með fordrykk og smáréttum kl. 19.30 í Eyri í Hörpu.
Dagskrá:
Formaður SI setur hófið
Veislustjóri: Sigsteinn P. Grétarsson, Marel
Ræðumaður kvöldsins: Katrín Pétursdóttir, Lýsi
Skemmtikraftur: Helgi Björnsson – Helgi syngur Hauk
Hljómsveitina: Einvalalið landsþekktra tónlistarmanna leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu