CE gátlisti

Samtök iðnaðarins tóku því fagnandi þegar danska Iðntæknistofnunin gaf þeim leyfi til að þýða þennan upplýsingavef sem er hannaður sérstaklega fyrir byggingavöruframleiðendur og birgja vegna CE - merkinga á byggingavörum.

Þó að á Íslandi hafi um alllangt skeið mátt finna ýmsan fróðleik og upplýsingar varðandi CE merkingar á byggingavörum og innri markað ESB er óhætt að fullyrða að þar hafi oftast verið um almennan og yfirborðskenndan fróðleik að ræða sem hefur ekki verið til þess fallinn að gera byggingavöruframleiðendum og birgjum mögulegt að átta sig á hvar framleiðsla þeirra á heima í ferlinu eða hvað þeir þurfa að gera til að standast kröfur um CE - merkingu.

Hér er á ferðinni gagnlegur gátlisti sem í rökréttri röð inniheldur upplýsingar og staðreyndir sem eru til þess fallnar að veita framleiðendum og birgjum djúpan skilning á efninu með stuðningi raunverulegra dæma.

Það er leitast við að láta hvert skref innihalda upplýsingar og dæmi sem auðvelda framleiðendum/birgjum að átta sig á hvaða kröfur eru gerðar til tiltekinnar vöru þannig að þeir geti tekið réttar ákvarðanir út frá eigin forsendum. Markmiðið er að skref fyrir skref öðlist framleiðendur/birgjar nægilega þekkingu til að geta unnið sem best og réttast að því að CE-merkja framleiðslu sína.

Þetta er gátlisti skref fyrir skref sem hefst á fróðleik og staðreyndum og endar á faglegum upplýsingum og leiðbeiningum.