Vinnumarkaður

Tilgangurinn að hagræða rekstri, auka samvinnu atvinnurekenda og fá fram skýrari verkaskiptingu. 

Samtök iðnaðarins höfðu forystu um endurskipulagningu heildarsamtaka atvinnurekenda. Tilgangur okkar er sá að hagræða í rekstri, auka samvinnu atvinnurekenda og fá fram skýrari verkaskiptingu. Samtök iðnaðarins eru langstærsta aðildarfélag Samtaka atvinnulífsins.

  • Starfsmenn SI og aðildarfyrirtækja taka þátt í undirbúningi og gerð kjarasamninga undir forystu og í samvinnu við SA
  • Höfum haft frumkvæði að gerð staðlaðra ráðningarsamninga fyrir aðildarfyrirtæki
  • Við höfum falið SA að annast túlkun, skýringar og leiðbeiningar beint til félagsmanna okkar. Vinnumarkaðsvefur SA er liður í þeirri þjónustu
  • Aðild að þjónustudeild SA stendur til boða þeim fyrirtækjum sem sjálf vilja annast kjarasamninga við eigin starfsmenn. Þau fyrirtæki eiga ekki aðild að vinnudeilusjóði og greiða ekki í hann
  • Samið hefur verið um að einyrkjar í meistarafélögum hafi val um aðild að heildarsamtökunum SI og/eða SA gegn greiðslu lágmarksgjalds
  • Í nokkrum greinum eru gerðar kannanir á launagreiðslum og útseldri vinnu fyrir aðildarfyrirtæki og SI taka þátt í starfi Kjararannsóknarnefndar