Mannvirki - félag verktaka
Hagsmunafélag jarðvinnu- og byggingaverktaka
Mannvirki félag verktaka starfar sem starfsgreinahópur í Samtökum iðnaðarins. Félagið hefur það að markmiði að vinna að hagsmunamálum jarðvinnu- og byggingaverktaka.
Tengiliður hjá SI: Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, bjartmar@si.is.
Stjórn
Stjórn kosin í október 2023
- Sigþór Sigurðsson, formaður, Colas Ísland ehf.
- Gylfi Gíslason, varaformaður, JÁVERK ehf.
- Karl Andreassen, Ístak hf.
- Kristján Arinbjarnar, Íslenskir aðalverktakar hf.
- Sveinn Hannesson, Jarðboranir hf.
Stjórn kosin í september 2022
- Sigþór Sigurðsson, formaður, Colas Ísland ehf.
- Gylfi Gíslason, varaformaður, JÁVERK ehf.
- Björn Viðar Ellertsson, Ellert Skúlason ehf.
- Karl Andreassen, Ístak hf.
- Kristján Arinbjarnar, Íslenskir aðalverktakar hf.
Stjórn kosin í maí 2019
- Sigþór Sigurðsson, formaður, Hlaðbær-Colas
- Gylfi Gíslason, varaformaður, JÁVERK
- Björn Viðar Ellertsson, Ellert Skúlason ehf.
- Karl Andreassen, ÍSTAK
- Kristján Arinbjarnar, ÍAV
Stjórn kosin í lok nóvember 2018
- Sigþór Sigurðsson, formaður, Hlaðbær Colas
- Gylfi Gíslason, varaformaður, JÁVERK
- Björn Viðar Ellertsson, Ellert Skúlason ehf.
- Karl Andreassen, ÍSTAK
- Kristján Arinbjarnar, ÍAV
Starfsreglur
Starfsreglur Mannvirkis – félags verktaka
1. gr.
Mannvirki – félag verktaka starfar sem starfsgreinahópur í Samtökum iðnaðarins.
2. gr.
Markmið Mannvirkis – félags verktaka er að vinna að hagsmunamálum jarðvinnu- og byggingaverktaka.
3. gr.
Um aðild að félaginu geta aðeins sótt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins og starfa í jarðvinnu- og/eða byggingaverktöku og meðalvelta þeirra í verktöku síðastliðin tvö ár hafi verið a.m.k. 500 milljónir króna án VSK og fjöldi ársverka í starfsgreininni fyrir sama tímabil hafi verið hið minnsta 20. Umsóknir nýrra fyrirtækja skulu lagðar fyrir stjórn til samþykktar.
4. gr.
Formaður félagsins er kosinn einu sinni á ári á aðalfundi. Á sama fundi skal kjósa varaformann og þrjá meðstjórnendur.
5. gr.
Formaður eða varaformaður, í forföllum hans, boða til félagsfunda í samráði við tengiliði félagsins innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður eða varaformaður skulu þó boða félagsfund ef a.m.k. tvö aðildarfyrirtæki krefjast þess.
6. gr.
Félagsfundir skulu haldnir ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi. Boða skal til fundar með bréfi, símbréfi eða tölvupósti.
7. gr.
Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í maí ár hvert. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi, símbréfi eða tölvupósti, með minnst viku fyrirvara. Aðeins þeir félagar, sem senda fulltrúa á aðalfund, hafa atkvæðisrétt.
8. gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:
1. Kjör fundarstjóra.
2. Kjör ritara fundarins.
3. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.
5. Kjör stjórnar.
6. Önnur mál.
9. gr.
Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti. Allir fullgildir félagar að félaginu hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.
10. gr.
Aðalfundur hefur heimild til að breyta reglum þessum að því tilskildu að boðað hafi verið til fundarins með lögmætum hætti og a.m.k. einfaldur meirihluti atkvæðisbærra fundarmanna samþykki breytinguna.
Þannig samþykkt á aðalfundi Mannvirkis – félags verktaka þann 29. nóvember 2018.
Stofnfélagar
Stofnfélagar Mannvirkis 26. nóvember 2004:
- Bergsteinn ehf.
- Björgun ehf.
- Borgarverk ehf.
- Einar S. Svavarsson
- Feðgar ehf.
- Fjarðarmót ehf.
- Háfell ehf.
- Heimir og Þorgeir ehf.
- ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf.
- ÍSTAK hf.
- Jarðvélar ehf.
- Króksverk ehf.
- Loftorka Reykjavík ehf.
- Magni ehf.
- Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas hf.
- Ris ehf.
- Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf.
- Suðurverk hf.
- Sveinbjörn Sigurðsson ehf.
- Sæþór ehf.
- Véltækni hf.
- ÞG verktakar ehf.