Íslensk raforka - ávinningur og samkeppnishæfni

Fjölmennt var á opnum fundi Samtaka iðnaðarins um íslenska raforkumarkaðinn sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu þegar hátt í 170 manns mættu. Á fundinum var afhent ný skýrsla SI um raforkumarkaðinn þar sem koma fram tillögur að úrbótum auk þess sem þar er að finna upplýsingar um uppbyggingu og sérstöðu raforkumarkaðarins, skipulag og stjórnsýslu, raforkunotendur og raforkusamninga. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri og stýrði pallborðsumræðum.

Fundurinn hófst á því að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp. Síðan tóku við fjórir frummælendur sem fluttu erindi áður en umræður hófust með þátttöku eftirtaldra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jóhannes Felixson, bakarameistari og eigandi Jóa Fel, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.

Skýrslan

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Forsida-skyrslu-mynd

Glærur

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundarins:

Myndir

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá fundinum. Myndir: Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Si_fundur_kaldalon_16102019-4_1571408229302Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_fundur_kaldalon_16102019-8Ole Lofsnæs, sérfræðingur í raforkumálum hjá Norsk Industri.

Si_fundur_kaldalon_16102019-14

Si_fundur_kaldalon_16102019-12Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_fundur_kaldalon_16102019-16Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.

Si_fundur_kaldalon_16102019-20Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.

Si_fundur_kaldalon_16102019-11Fjölmennt í Kaldalóni í Hörpu.

16-10-2019-pallbord16-10-2019-pallbord2Í umræðunum að erindum loknum tóku þátt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jóhannes Felixson, bakarameistari og eigandi Jóa Fel, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_fundur_kaldalon_16102019-41Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri og stýri umræðum.

Umfjöllun

Þörf á virkri samkeppni, Morgunblaðið/mbl.is, 16. október 2019.

Orkusækinn iðnaður skapar þjóðhagslegan ávinning, Markaðurinn, 16. október 2019.

Ríkið komi á virkari raforkumarkaði, Stöð 2/Vísir, 16. október 2019.

Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignatengsl Landsvirkjunar og Landsnets, Vísir, 16. október 2019.

Íslensk stjórnvöld móti stefnu í raforkumálum, RÚV, 16. október 2019.

Orkusækinn iðnaður orðinn fjölbreyttari , Bylgjan, 16. október 2019.

Stórnotendur eigi að geta selt inn á kerfið, Frettabladid.is, 16. október 2019.

Myndir: Fundur SI um orkumál, Viðskiptablaðið, 18. október 2019.

Auglýsing

SI-Raforkufundur-augl-01_1571409085299

Thatttakendur