Vaxtarsprotinn
Vaxtarsprotinn er afhentur þeim sprotafyrirtækjum sem sýna mestan vöxt í söluveltu milli síðasta árs og ársins á undan. Skilyrði fyrir tilnefningu er að frumkvöðull sé til staðar í fyrirtækinu og fyrirtækið má ekki vera í meirihlutaeigu fyrirtækis á meðal 100 stærstu á Íslandi, fyrirtækis á aðallista Kauphallar eða vera sjálft á aðallista Kauphallar. Einnig er veitt viðurkenning til sprotafyrirtækja sem náð hafa þeim árangri á síðasta ári í fyrsta sinn að velta meira en einum milljarði króna.
Hægt er að senda inn tilnefningar með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Nauðsynlegt er að smella á hnappinn „Senda inn tilnefningu“ til að tilnefningin berist.
Athugið að allar upphæðir þurfa að vera í tölustöfum og í íslenskum krónum.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Vaxtarsprotann 2023.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Vaxtarsprotann 2022.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Vaxtarsprotann 2021.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Vaxtarsprotann 2020.