Samtök sprotafyrirtækja - SSP

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur SSP er að vinna að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni.

SSP-logo1Sprotafyrirtæki eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknastofnana eða annarra fyrirtækja og byggjast á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi. Gengið er út frá því viðmiði að árlegur þróunarkostnaður sprotafyrirtækja sé að jafnaði yfir 10% af veltu. Fyrirtæki hættir að teljast sprotafyrirtæki þegar það hefur verið skráð í kauphöll sem öflugt tæknifyrirtæki eða náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna.

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, sem starfa sem starfsgreinarhópur innan Samtaka iðnaðarins voru stofnuð 2004. Samtökin voru stofnuð í kjölfar umfangsmikillar stefnumótunarvinnu sem unnin var á vegum Samtaka iðnaðarins með fyrirtækjum í greininni. Markmið SSP er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum sprotafyrirtækja.

Samtök sprotafyrirtækja njóta aðstöðu og þjónustu Samtaka iðnaðarins.  Þau fyrirtæki, sem eiga aðild að SSP, eiga jafnframt aðild að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Sprotafyrirtæki á öllum tæknisviðum eru eindregið hvött til þess að ganga til liðs við samtökin og stuðla þannig að áframhaldandi vexti greinarinnar á Íslandi. 

Hér er hægt að sækja um aðild að SI og SSP.

Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is.

Umsagnir SSP

 • Umsögn SSP um tillögu verkefnahóps um breytingar á lagaumhverfi Vísinda- og tækniráðs 04.09.2020
 • Umsögn SSP um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu 968. mál 31.08.2020
 • Umsögn SSP um Kríu 26.03 2020
 • Umsögn SSP um frumvarp til fjárlaga 2021 09.11.2020
 • Umsögn SSP um drög að reglugerð um Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóð 15.12.2020

Stjórn

Stjórn 2024

 • Alexander Jóhönnuson, formaður
 • Róbert Helgason
 • Ellen María Bergsveinsdóttir
 • Ólöf Rún Tryggvadóttir
 • Karl Birgir Björnsson

Fyrri stjórnir

Stjórn 2023

 • Fida Abu Libdeh - GeoSilica, formaður
 • Alexander Jóhönnuson - SVAI
 • Ellen María Bergsveinsdóttir - Mink Campers
 • Guðbjörg Rist - Atmonia
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir – Florealis
 • Linda Fanney Valgeirsdóttir - Alor
 • Róbert Helgason - KOT

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu SSP 2022-2023.

Stjórn 2022

 • Fida Abu Libdeh - GeoSilica, formaður
 • Alexander Jóhönnuson - SVAI
 • Kristinn Aspelund - Ankeri
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir – Florealis
 • Linda Fanney Valgeirsdóttir - Alor
 • Róbert Helgason - Autoledger
 • Stefán Björnsson - Solid Clouds

Hér er hægt að nálgast skýrslu SSP 2021.

Stjórn 2021

 • Fida Abu Libdeh - GeoSilica, formaður, fida@geosilica.com, s. 699 6479
 • Alexander Jóhönnuson - SVAI
 • Kristinn Aspelund - Ankeri
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Florealis
 • Róbert Helgason - Autoledger
 • Stefán Baxter - Snjallgögn
 • Stefán Björnsson - Solid Clouds

Hér er hægt að nálgast skýrslu SSP 2020.

Stjórn 2020

 • Íris Ólafsdóttir - Kúla 3d, formaður
 • Fida Abu Libdeh – GeoSilica
 • Guðmundur Óskarsson – MyTweetAlerts
 • Kristinn Aspelund – Ankeri
 • Salóme Guðmundsdóttir - Icelandic Startups
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir – Florealis
 • Stefán Baxter – Snjallgögn

Hér er hægt að nálgast skýrslu SSP 2019.

Stjórn 2019

 • Íris Ólafsdóttir formaður, Kúla 3D ehf.
 • Fida Abu Libdeh, Geosilica ehf.
 • Guðmundur Óskarsson, My Tweet alerts.
 • Ingi Björn Sigurðsson, Icelandic Startups
 • Kristinn Aspelund, Ankeri Solutions ehf.
 • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI ehf.
 • Oddur Sturluson, Teqhire ehf.

Skýrsla stjórnar SSP 2018

Stjórn2018

 • Erlendur Steinn Guðnason, Inspirally ehf., formaður
 • Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D ehf.
 • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI ehf.
 • Fida Abu Libdeh, Geosilica ehf.
 • Ingi Björn Sigurðsson, Icelandic Startups
 • Kristinn Aspelund, Ankeri Solutions ehf.
 • Oddur Sturluson, Teqhire ehf.

Skýrsla stjórnar SSP 2017.

Stjórn 2017

 • Erlendur Steinn Guðnason, Vizido, formaður
 • Fida Abu Libdeh, Geosilica ehf.
 • Iðunn Jónsdóttir, Modulus ehf.
 • Kristinn Aspelund, Akkeri ehf.
 • Oddur Sturluson, Startup-Iceland
 • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI ehf.
 • Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D ehf.

Skyrsla-stjornar-SSP-2016 

Stjórn 2015

 • Erlendur Steinn Guðnason, Vizido, formaður
 • Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D ehf.
 • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Carbon Recycling International
 • Sigrún Jenný Barðadóttir, Eimverk Distillery ehf.
 • Gísli Kr., Green Cloud ehf.
 • Diðrik Steinsson, Mure ehf.
 • Kristján Guðmundsson, Remake Electric ehf.
Skýrsla stjórnar


Stjórn 2014

 • Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu - Oddi ehf., formaður
 • Sigrún Jenný Barðadóttir, Eimverk Distillery ehf.
 • Guðmundur Páll Líndal, Brum Funding ehf.
 • Erlendur Steinn Guðnason, Stiki ehf.,
 • Gísli Kr., Green Cloud ehf.
 • Stefán Helgason, Klak-Innovit 
 • Þóra Þórisdóttir, Urta Islandica ehf.

Skýrsla stjórnar

Stjórn 2013

 • Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu-Odda ehf., formaður
 • Erlendur Steinn Guðnason, Stiki ehf.
 • Gísli Kr., Green Qloud ehf.
 • Guðmundur Páll Líndal, Brum Funding ehf.
 • Perla Björk Egilsdóttir, Saga Medica ehf.
 • Stefán Þór Helgason, Klak Innovit ehf.
 • Þorkell Jónsson, Samey ehf.

Stjórn 2012

 • Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu Odda formaður
 • Rakel Sölvadóttir, Skema
 • Jónas B Antonsson, Gogogic
 • Eðvarð Jón Bjarnason, Menica
 • Andri Ottesen, CRI
 • Þorkell  Jónsson, Samey 
 • Perla Björk Egilsdóttir, SagaMedica.

Stjórn 2011

 • Sigmar Guðbjörnsson, Stjörnu - Oddi ehf. (formaður) 
 • Svana Helen Björnsdóttir(SHB), Stiki ehf.
 • Íris Kristín Andrésdóttir, Gogogic ehf.
 • Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, Clara ehf.
 • Rakel Sölvadóttir, Skema ehf.
 • Í varastjórn:
 • Jón Ágúst Þorsteinsson(JÁT), Marorka ehf.
 • Perla Björk Egilsdóttir, Saga Medica ehf.

Starfsreglur

 

1. gr.
Samtök sprotafyrirtækja – SSP, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur um málefni sprotafyrirtækja.

Miðað er við þá skilgreiningu að sprotafyrirtæki eru fyrirtæki sem sprottin eru upp úr rannsókna- eða þróunarverkefni einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknarstofnana eða annarra fyrirtækja og byggja á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi á því sviði sem viðkomandi fyrirtæki starfar á.

Miðað er við að fyrirtækin séu hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.) eða samvinnufélög (sf.) og að;

 • Þróunarkostnaður fyrirtækjanna sé að jafnaði a.m.k. 10% af veltu þegar horft er til yfirstandandi starfsárs og þriggja síðustu ára.

 • fyrirtækin séu ekki skráð í aðallista kauphallar

2. gr.
Markmið SSP er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum sprotafyrirtækja.

3. gr.
Aðild að SSP geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. Sækja þarf sérstaklega um aðild að SSP og tekur stjórn SSP ákvörðun um aðild.

4. gr.
Stjórn SSP skipa 7 menn, formaður og sex meðstjórnendur. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en tveir meðstjórnendur árlega til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi fleiri en þrír úr stjórn. Heimilt er að endurkjósa stjórnar- og varamenn.

5. gr.
Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda í samráði við tengilið SSP innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður skal þó boða stjórnarfund ef stjórnarmaður krefst þess. 

6. gr.
Stjórnarfundir SSP skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi. Boða skal félaga til fundar með bréfi eða tölvupósti.

7. gr. 
Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok október.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum SSP. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti, með minnst 15 daga fyrirvara. Aðeins þeir félagar, sem senda fulltrúa á aðalfund, hafa atkvæðisrétt.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Þær skulu sendar félagsmönnum með ekki skemmri en 5 daga fyrirvara.

8. gr.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosinn fundarstjóri.
2. Kosinn ritari fundarins.
3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.
4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.
5. Kosning stjórnar:
     a) formaður til eins árs
     b) þrír meðstjórnendur
6. Lýst stjórnarkjöri
7. Önnur mál

9. gr.
Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti. Allir fullgildir aðilar að SSP hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10. gr.
Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 félagsmanna fara fram á það við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis. 

11. gr.
Stjórnin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund sem haldinn er í síðasta lagi innan 14 daga. 

12. gr.
Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því tilskildu að a.m.k. helmingur félagsmanna sé viðstaddur og a.m.k. 2/3 greiði breytingunum atkvæði sitt. 

13. gr.
Samþykkt á stofnfundi SSP þann 2. júní 2004, breytt á aðalfundi 21. október 2005 og aftur á aðalfundi 2. mars 2023.