Mannvirkjasvið SI

Á mannvirkjasviði starfa sérfræðingar sem þekkja vel til mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar. Á hverju ári skipuleggur sviðið fjölmarga fundi og ráðstefnur til að efla umræðu um bygginga- og mannvirkjagerð. 

Mannvirkjagerð er mikilvæg uppspretta atvinnu og verðmætasköpunar fyrir íslensku þjóðina en ársverk í mannvirkjagerð hafa verið á bilinu 11.500 - 12.500 á undanförnum árum. 

Mannvirkjasvið stendur fyrir árlegri talningu á íbúðum í byggingu til að fylgjast með umfangi framleiðslu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar er að finna HÉR.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI, MSI. 

Í Meistaradeild SI eru Félag Skrúðgarðyrkjumeistara, Málarameistarafélagið, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag húsasmiða, SART- samtök rafverktaka, Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Múrarameistarafélag ReykjavíkurMeistarafélag byggingamanna á SuðurnesjumFélag blikksmiðjueigenda og Meistarafélag byggingariðnaðarmanna í Vestmannaeyjum.Meistaradeild SI

Innan Meistaradeildar SI (MSI) starfa 11 félög iðnmeistara. Tilgangurinn er að skapa öflugan þverfaglegan umræðuvettvang og auka samstarf félagsmanna í byggingargreinum innan Samtak iðnaðarins. 

Nánar

Meistaradeild SI rekur Ábyrgðarsjóð MSI. Tilgangur með ábyrgðarsjóðnum er að tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt samkomulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð. Nánar um ábyrgðarsjóðinn.Tengdar fréttir

Frestun á innviðafjárfestingu skerðir lífskjör - Almennar fréttir Mannvirki

Hætt er við að frestun á innviðafjárfestingu skerði lífskjör segir í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálastefnu 2018-2022 sem birt hefur verið.

Lesa meira

Íslenskir ráðgjafarverkfræðingar og arkitektar skila mestri arðsemi - Almennar fréttir Mannvirki

Ný skýrsla um ráðgjafarverkfræðinga og arkitekta á Norðurlöndunum sýnir að íslensku fyrirtækin skila mestri arðsemi.

Lesa meira

Nær uppselt á Verk og vit - Almennar fréttir Mannvirki

Sýningarsvæðið á stórsýningunni Verk og vit er nær uppselt nú þegar rétt um þrír mánuðir eru í sýninguna.

Lesa meira

Rafverktakar héldu upp á 90 ára afmæli FLR í Perlunni - Almennar fréttir Mannvirki

Félag löggiltra rafverktaka, FLR, sem er aðildarfélag SI, hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir skömmu.

Lesa meira

Fréttasafn