Fréttasafn



18. des. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið

Vel sóttur jólafundur Málarameistarafélagsins

Jólafundur Málarameistarafélagsins var haldinn í Húsi atvinnulífsins 12. desember síðastliðinn. Það var góð stemming í húsinu enda hátt í þrjátíu félagsmenn sem létu sjá sig. Slippfélagið sá mönnum fyrir góðum jólamat frá Pottinum og pönnunni sem var borðaður upp til agna. Uppistandarinn Örvar Þór Kristjánsson mætti frá Njarðvík og fór með stórskemmtileg gamanmál. 

2_1766060411118

3_1766060538776

4_1766060565505