FréttasafnFréttasafn: september 2015

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2015 Starfsumhverfi : 2007 er ekki runnið upp á ný

Fregnir af miklum hagvexti, ríflegum launahækkunum, fasteignaverðshækkunum og fjölgun byggingakrana hafa ýtt af stað umræðu þess efnis að staða efnahagslífsins sé farið að minna óþægilega mikið á ástandið 2007.

30. sep. 2015 Orka og umhverfi : Steinull og Orka náttúrunnar hljóta umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti  í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Steinull hf. á Sauðárkróki er umhverfisfyrirtæki ársins 2015 og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla er framtak ársins 2015  á sviði umhverfismála.

29. sep. 2015 Gæðastjórnun : Fagraf og Vélsmiðja Steindórs fá D-vottun

Fagraf ehf. og Vélsmiðja Steindórs ehf. hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

29. sep. 2015 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi : Umhverfisvernd í íslenskum skipaiðnaði

Raunhæft er að íslensk fiskiskip verði knúin raforku að hluta til á innan við fimm árum. Þetta segir Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins í viðtali við fréttastofu Rúv.

25. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Humarpaté framlag Íslands í Evrópukeppni

Sextán Evrópulönd keppa um titilinn nýstárlegasta matvara Evrópu 2015 dagana 5. og 6. október á alþjóðlegu matvælasýningunni í Mílanó, Feeding the Planet „Energy for Life“. 

24. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Gæðastjórnun sparar gríðarlega peninga

Annar fundur Samtaka iðnaðarins um framleiðni fór fram í dag þar sem fjallað var um mikilvægi gæðastjórnunar í framleiðslu.

22. sep. 2015 Menntun : Viðurkenningar fyrir þátttöku í GERT verkefninu

Þátttökuskólar í GERT verkefninu skólaárið 2014-2015 hafa hlotið viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Skólarnir eru frumkvöðlar við útfærslu vinnunnar og ákvað stýrihópur verkefnisins að veita þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

18. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Mikilvægt að innleiða tæknilausnir til að sporna við mengun

 nýrri rannsókn sem birt er í tímaritinu Nature kemur fram að loftmengun í heiminum er vaxandi vandamál. Samtök skipaiðnaðarins - SSI og CleanTech Iceland - CTI leggja áherslu mikilvægi þess að draga eins og kostur er úr mengun á landi sem og sjó.

18. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Er tæknifólk skapandi?

Er tæknifólk skapandi? var umræðuefni á fyrsta fundi í fundaröðinni Lunch Code sem Samtök upplýsingatæknifyrirtækja standa fyrir þriðja hvern fimmtudag í vetur.

11. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Stöðugar umbætur eru lykillinn að aukinni framleiðni

Fyrsti fundur Samtaka iðnaðarins um framleiðni fór fram í gær og sóttu hann um 50 manns. Almar Guðmundnsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins opnaði fundinn og lét þess getið að tilgangur með fundaröðinni væri að skapa vettvang fyrir flæði hugmynda milli fyrirtækja.

7. sep. 2015 Orka og umhverfi : Umhverfisdagur atvinnulífsins - skráning hafin

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12.

7. sep. 2015 Iðnaður og hugverk : Technology Fast 50

Þeir sem taka þátt í Fast 50 verkefni Deloitte á Íslandi eiga möguleika á að fara á Deloitte Entrepreneur Summit í Dallas þann 5. nóvember næstkomandi.

7. sep. 2015 Starfsumhverfi : Tryggingagjald lækki um 1%

Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við Fréttablaðið í dag.

2. sep. 2015 Mannvirki : Ályktun um lækkun tryggingagjalds

Stjórn Félags ráðgjafaverkfræðinga (FRV) lýsir yfir miklum vonbrigðum með að enn er tryggingagjald hér á landi of hátt og ekkert bólar á áformum um að lækka það þrátt fyrir að atvinnuleysið hafi minkað mikið.