FréttasafnFréttasafn: apríl 2015

Fyrirsagnalisti

28. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Mikil tækifæri í leikjaiðnaði

Kauphöllin í samvinnu við IGI – Samtök leikjaframleiðenda, stóð fyrir  frumsýningu heimildarmyndarinnar Gameloading – Rise of the Indies í Bíó Paradís í gærkvöldi. Sýningin var í tengslum við Slush PLAY Reykjavík. Heimildarmyndin fjallar um heim óháðra leikjaframleiðanda og fylgst með nokkrum framleiðendum.

28. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Alþjóðlegt átak - Stelpur og tækni

Girls in ICT Day er í dag. Um er að ræða hluta af alþjóðlegu átaki og haldið undir nafninu Stelpur og tækni hérlendis. Þetta er í annað sinn sem við hér á Íslandi tökum þátt með því að bjóða 100 stelpum í 9. bekk á vinnustofur í Háskólanum í Reykjavík og í fyrirtækjaheimsóknir.

21. apr. 2015 Gæðastjórnun : Trefjar hljóta D-vottun

Trefjar ehf. hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

14. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Slush Play í Reykjavík

Slush Play, ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn helgina 28.-29. apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu.

14. apr. 2015 Menntun : Team Spark afhjúpar TS15

Rafknúni kappakstursbíllinn TS15, sem verkfræðinemar í liðinu Team Spark við Háskóla Íslands hafa hannað, var frumsýndur að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi fyrir helgi. Team Spark fer með bílinn á alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.

9. apr. 2015 Nýsköpun : Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

8. apr. 2015 Almennar fréttir : Ársfundur atvinnulífsins 16. apríl í Hörpu

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16.  Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki.

7. apr. 2015 Mannvirki : Hægt að lækka íbúðarverð um 4-6 milljónir

Hægt er að lækka byggingarkostnað minni íbúða um fjórar til sex milljónir króna með einföldum hætti. SI hafa metið gögn um byggingarkostnað í þeim tilgangi að lækka kostnaðinn og auka framboð á smærri íbúðum, sem vöntun er á.

7. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Samningur um samstarf Sólheima og Matís

Samningur felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið.