FréttasafnFréttasafn: júní 2013

Fyrirsagnalisti

25. jún. 2013 : Söfnunarfé vegna brjóstabollunnar afhent styrktarfélaginu Göngum saman

Við upphaf vikulegrar göngu styrktarfélagsins Göngum saman í gær afhenti Jóhannes Felixson formaður Landssambands  bakarameistara (LABAK) styrktarfélaginu afrakstur sölu á brjóstabollunni í ár samtals 1.7  milljónir króna.  Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir árlega styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

19. jún. 2013 : Mentor eitt af þremur framsæknustu tæknifyrirtækjum í Evrópu á sviði menntunar

Á ráðstefnunni EdTech Europe 2013, sem fram fór í London sl. föstudag, hlaut Mentor viðurkenningu sem eitt af þremur framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu sem samþætta tækni og menntun. Mentor er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem hefur jákvæð áhrif á skólastarf auk þess að hafa sýnt mikinn vöxt á síðustu árum.

19. jún. 2013 : Tvær íslenskar tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International eru meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur í verðlaun auk verðlaunagrips.

13. jún. 2013 :

Jafningjafræðsla  - háskólanemar kynna verk- og tækninám

Actavis, Íslandsbanki, Nýherji, Síminn, Samtök iðnaðarins, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík tóku á liðnum vetri höndum saman í baráttunni við að auka áhuga ungmenna á verk- og tækninámi og fengu til liðs við sig 20 öfluga nemendur beggja háskóla til að fara í framhaldsskóla landsins með kynningu undir heitinu Tækniáhugi.

12. jún. 2013 : Bútur hlýtur D - vottun

Pípulagningaþjónustan Bútur ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

12. jún. 2013 : Rafeyri hlýtur C - vottun

Rafeyri ehf. hefur hlotið C-vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

12. jún. 2013 : Handpoint snjallgreiðslur komnar á íslenskan markað

Snjallgreiðslur Handpoint veitir einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika á að taka á móti kortagreiðslum án þess að greiða mánaðargjöld. Lausnin samanstendur af ókeypis Handpoint appi, snjallsíma eða spjaldtölvu og Handpoint snjallposanum, sem er greiðslukortalesari.

10. jún. 2013 : Frumkvöðlabraut í rekstri lítilla fyrirtækja

Í haust hefst kennsla á nýrri námsbraut við Borgarholtsskóla sem nefnist Frumkvöðlabraut í verslun og þjónustu. Námið fer að mestu fram í gegnum netið á þeim stað sem nemendum hentar. Það er ætlað þeim sem vilja ná tökum á rekstri lítilla fyrirtækja, stuðla að nýbreytni í rekstri lítilla fyrirtækja, stofna eigið fyrirtæki og á sama tíma safna einingum upp í stúdentspróf.

7. jún. 2013 : Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda ganga til liðs við SI og SA

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður SA og Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK skrifuðu undir samningana.

5. jún. 2013 : Fjármögnunarleigusamningar Landsbankans í raun lánasamningar skv. dómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag í máli Flugastraums ehf. gegn Landsbankanum að fjármögnunarleigusamningar Landsbankans (áður SP Fjármögnunar) væru í raun lánasamningar og því væri gengistrygging þeirra ólögleg. Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að SP fjármögnun hafi í raun veitt Flugastraumi ehf. lán til kaupa á dráttarvél sem SP fjármögnun kaus að klæða í búning leigusamnings til tryggingar réttindum sínum. Dómsmál þetta er eitt af fjölmörgum málum er Samtök iðnaðarins hafa staðið að með ýmsum fyrirtækjum.

3. jún. 2013 : Jón Björnsson nýr forstjóri ORF Líftækni

Jón Björnsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra ORF Líftækni. Hann tekur við af Dr. Birni L. Örvari sem mun taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rannsókna- og vöruþróunarsviðs félagsins.