Fréttasafn



12. jún. 2013

Rafeyri hlýtur C - vottun

Rafeyri ehf. hefur hlotið C-vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

Rafeyri var stofnað 1994 upp úr rafmagnsdeild Slippstöðvarinnar og sinnir að stærstum hluta þjónustu við útgerðir með áherslu á fyrirtæki og útboðsverk. Sérstök áhersla er á háspennurafvirkjun. Síðustu ár hefur einnig verið starfrækt tæknideild sem annast tilboðsgerð, teikni- og hönnunarvinnu ásamt því að leiða tæknihluta verka.

Starfssvæði Rafeyrar er nánast um allt land þó langmest af verkefnunum séu staðsett á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig hafa starfsmenn fyrirtækisins sinnt verkefnum í nálægum löndum. Stærstu verkefnin í sögu fyrirtækisins eru stækkun og endurbætur á Lagarfossvirkjun og uppbygging aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi.