Fréttasafn: 2010
Fyrirsagnalisti
Rannveig Rist hlýtur viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins í ár og hugbúnaðarfyrirtækið Betware Frumkvöðlaverðlaunin.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við árlega athöfn í hádeginu í dag.Framkvæmdastjóri Kjöríss valinn maður ársins
Frjáls verslun hefur valið Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjöríss, mann ársins í íslensku atvinnulífi. Valdimar hlýtur þennan heiður fyrir mikla fagmennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað, hófsemi og útsjónarsemi.
Samtök iðnaðarins óska félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Skrifstofa SI verður lokuð á morgun 23. desember og á aðfangadag. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 27. desember.
Verðbólga komin niður í verðbólgumarkmið
Verðbólga mælist nú 2,5% sem jafngildir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þetta er í fyrsta skipti síðan í apríl 2004 sem þessu marki er náð. Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,33% samkvæmt tölum Hagstofunnar og skýrist að mestu leyti af hækkun bensínverðs.
Framlenging á endurgreiðslu VSK af vinnu samþykkt
Samtök iðnaðarins hafa hvatt ráðuneytið til framlengja heimildinni sem skilað hefur auknum umsvifum á byggingamarkaði
Milljónasta tonnið framleitt í álveri Fjarðaáls
Prenttæknistofnun gefur Tækniskólanum Apple tölvur
Þann 16. desember afhenti Prenttæknistofnun, Upplýsingatækniskólanum nítján iMac tölvur til nota við kennslu í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Tölvurnar koma sér vel því nauðsynlegt var að endurnýja tölvukost skólans.
Kynningarfundur um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála fyrirtækja
Nýtt víðtækt samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. desember kl. 8:30-10:00.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar staðfest af umhverfisráðherra
Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um leyfi fyrir ORF Líftækni til að rækta erfðabreytt bygg í Gunnarsholti, en nokkrir aðilar höfðu kært leyfisveitinguna. ORF Líftækni fagnar þessum úrskurði ráðherra og að nú hafi óvissu um áframhaldandi akuryrkju verið eytt.
Ný mannvirkjalög samþykkt
Ný mannvirkjalög hafa verið samþykkt á Alþingi. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2011. Ljóst er að vinnu við nýja byggingareglugerð verður ekki lokið fyrir gildistökuna eins og áætlað var. Á meðan gildir núverandi byggingareglugerð þegar hún á við.
Þrjú fyrirtæki bætast í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI
Þrjú fyrirtæki bættust í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI í haust. GT tækni og Trésmiðjan Akur hafa hlotið B vottun og Blikksmiðja Guðmundar D vottun.
Bústólpi ehf. fær vottun til lífrænnar framleiðslu á kjarnfóðri til lífrænnar búfjárræktar
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um
lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akureyri í dag.
Aðalfundur SÍL haldinn hjá Orf Líftækni
Ný stjórn Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum. Formaður samtakanna, Jóhannes Gunnarsson hjá Genís, situr áfram frá fyrra ári ásamt Ásu Brynjólfsdóttur hjá Bláa Lóninu heilsuvörum.
Hundruð nýrra starfa verða til
Hundruð starfa á næsta ári voru tryggð þegar ríkisstjórnin samþykkti á föstudag hefja framkvæmdir við fjögur stór samgönguverkefni til viðbótar við hefðbundnar framkvæmdir Vegagerðarinnar sem unnar eru samkvæmt vegaáætlun. Alls á að verja 40 miljörðum króna til þessara verkefna á allra næstu árum.
Óvissu vegna vegaframkvæmda eytt
„Samtök iðnaðarins fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja þessar framkvæmdir sem eru í senn mannaflsfrekar, sem ekki veitir af, en einnig og ekki síður að þær eru arðbærar og styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags í framtíðinni“ segir Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins.
Fagþekking, nýsköpun og þróun í íslenskum matvælaiðnaði
Íslenskir matvælaframleiðendur tóku höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar síðastliðna helgi og kynntu fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu. Fjöldi fólks lagði leið sína í opin hús og Smáralind og kynntu sér framleiðslu og starfsemi fyrirtækjanna.
ISS þjónustar starfsfólk Landspítala Háskólasjúkrahúss
Þann 1 desember sl. tók Veitingasvið ISS við rekstri matsala starfsmanna LSH. Þar eru afgreiddar um 22.000 máltíðir á mánuði í 10 stofnunum. ISS mun leggja áherslu á að þróa og endurbæta þjónustuna í samstarfi við starfsfólk LSH en einnig er fyrirhugað að auðvelda aðstandendum aðgang að matsölum sem er liður í bættri þjónustu hjá LSH.
Matvælafyrirtæki kynna íslenskt góðgæti um helgina
Íslenskir matvælaframleiðendur taka höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar og kynna fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu laugardaginn 4. desember nk.
Hilmar Veigar Pétursson kjörinn formaður SUT
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var kjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun. Hilmar Veigar var sitjandi formaður en hann tók við formennsku í febrúar af þáverandi formanni, Þórólfi Árnasyni.
Um 71% af bókatitlum prentaðir á Íslandi
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2010. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 71% prósentustig en dragast saman um 8 prósentustig milli ára.
- Fyrri síða
- Næsta síða