Fréttasafn



  • Dagkra-kynningarfundar-17

16. des. 2010

Kynningarfundur um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála fyrirtækja

Nýtt víðtækt samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. desember kl. 8:30-10:00.

Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

Skrifað var undir samkomulagið 15. desember, en það felur í sér að úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður hraðað verulega. Stefnt er að því að fyrir 1. júní 2011 hafi fjármálafyrirtæki lokið skoðun á fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja og gert lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda þeirra.

Samkomulagið verður kynnt stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fundinum á föstudaginn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, munu flytja framsögur, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum ásamt Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Fundurinn fer fram í Gullteig, boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:00.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SAMKOMULAGIÐ