Fréttasafn



Fréttasafn: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2013 : FANFEST HÁTÍÐ CCP VEKUR ATHYGLI

Tíu ára afmæli EVE heimsins fagnað í Reykjavík. Rúmlega half milljón manna spilar tölvuleikinn EVE Online. Gríðargóð umfjöllun fjölmiðla frá viðburðinum. 83 erlendir blaðamenn sóttu hátíðina. Áform CCP sem kynnt voru á Fanfest vekja athygli.

29. apr. 2013 : Bjarni Þór Gústafsson kjörinn formaður Málarameistarafélagsins

Ný stjórn Málameistarafélagsins var kjörin á aðalfundi þess fyrr í þessum mánuði. Nýr formaður var kjörinn Bjarni Þór Gústafsson.

24. apr. 2013 : Sæbjúgusúpa valin best

Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun. Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 (Ecotrophelia).

22. apr. 2013 : Efla kennslu í tölvuleikjagerð

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð.

18. apr. 2013 : Valka hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013

Fyrirtækið Valka hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi 18. Apríl. Valka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu. Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku veitti verðlaununum viðtöku.

11. apr. 2013 : Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1995. Við val á verðlaunahafa 2013 verður lögð sérstök áhersla á nýsköpun við nýtingu náttúruauðlinda. Öllum gefst kostur á að tilnefna til verðlaunanna til kl. 12 á hádegi 15. apríl nk.

11. apr. 2013 : Gámaþjónustan fær ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi

Gámaþjónustan hf. hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi hjá fyrirtækinu samkvæmt staðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hlaut vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu í mars síðastliðnum. Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð. 

10. apr. 2013 : SS Byggir hlýtur D-vottun

SS Byggir ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

8. apr. 2013 : Nýr sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR

Ingi Rafn Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á prenttæknisviði IÐUNNAR. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri sem starfað hefur undanfarin sjö ár hjá IÐUNNI sem sviðsstjóri prenttæknisviðs og þar á undan hjá Prenttæknistofnun sagði starfi sínu lausu í febrúar.

4. apr. 2013 : Maritech breytir nafninu í Wise lausnir

Hugbúnaðarhúsið Maritech ehf. hefur breytt nafni sínu í Wise lausnir ehf. Kennitalan helst óbreytt og nafnbreytingin kemur ekki til með að hafa áhrif á daglegan rekstur hjá fyrirtækinu.

2. apr. 2013 : Tilnefningar til Vaxtarsprotans

Vaxtarsproti ársins verður afhentur í sjöunda sinn 3. maí nk. Frestur til að skila tilnefningum og staðfestingum löggilts endurskoðanda er til fimmtudagsins 28 apríl. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukin áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.