Fréttasafn: júlí 2011
Fyrirsagnalisti
Nýjasta tækni og vísindi nauðsynleg atvinnulífinu
Alkunna er hversu mikilvægar tæknilegar framfarir eru fyrir hagvöxt. Á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði hefur í gegnum tíðina orðið til þekking sem skilað hefur mikilli velmegun. Þegar horft er um öxl má benda á fjölmörg dæmi um nýjungar sem nánast umbyltu daglegu lífi okkar og breyttu viðhorfum til margvíslegra viðfangsefna. Og eitt er víst, fjölmörg knýjandi verkefni bíða úrlausnar.
Skattfrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna –umsóknarfrestur til 1. september 2011
Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna (R&Þ) fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 1. september 2011 fyrir R&Þ-kostnað sem fellur til við verkefni sem unnin eru á því ári. Útskýringar á umsóknarferli og öðru því tengdu eru í lögum nr. 152/2009 og handbók vegna skattívilnunar.
Að breyta doða í dug
Undanfarin þrjú ár hefur fjárfesting á Íslandi dregist verulega saman og náði hún sögulegu lágmarki á síðasta ári. Undanfarna tvo áratugi hefur þetta hlutfall numið 20% af landsframleiðslu en var tæplega 13% árið 2010. Ekki eru horfur á því að þetta hlutfall hækki markvert á þessu ári.