Fréttasafn



Fréttasafn: júlí 2011

Fyrirsagnalisti

14. júl. 2011 : Nýjasta tækni og vísindi nauðsynleg atvinnulífinu

Alkunna er hversu mikilvægar tæknilegar framfarir eru fyrir hagvöxt. Á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði hefur í gegnum tíðina orðið til þekking sem skilað hefur mikilli velmegun. Þegar horft er um öxl má benda á fjölmörg dæmi um nýjungar sem nánast  umbyltu daglegu lífi okkar og breyttu viðhorfum  til margvíslegra viðfangsefna. Og eitt er víst, fjölmörg knýjandi verkefni bíða úrlausnar.

12. júl. 2011 : Skattfrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna –umsóknarfrestur til 1. september 2011

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna (R&Þ) fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 1. september 2011 fyrir R&Þ-kostnað sem fellur til við verkefni sem unnin eru á því ári. Útskýringar á umsóknarferli og öðru því tengdu eru í lögum nr. 152/2009 og handbók vegna skattívilnunar.

12. júl. 2011 : Að breyta doða í dug

Undanfarin þrjú ár hefur fjárfesting á Íslandi dregist verulega saman og náði hún sögulegu lágmarki á síðasta ári. Undanfarna tvo áratugi hefur þetta hlutfall numið 20% af landsframleiðslu en var tæplega 13% árið 2010. Ekki eru horfur á því að þetta hlutfall hækki markvert á þessu ári.

7. júl. 2011 : Drekinn!

Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor.

6. júl. 2011 : Innanríkisráðherra láti bjóða út eina brú!

Síðan bankahrunið reið yfir okkur Íslendinga hafa ráðamenn að eigin sögn barist við að rétta af stöðuna og koma lagi á reksturinn. Um sumt hefur vafalaust eitthvað miðað en eitt hefur algjörlega farið fram hjá okkar ágætu ráðamönnum.

6. júl. 2011 : Hugsum stórt 

Þjóð sem hefur efni á að greiða 80 milljarða í atvinnuleysisbætur á 3 árum, hlýtur frekar að hafa efni á að greiða milljarðatugi í atvinnuskapandi, arðbær og uppbyggileg verkefni. Þessari skoðun hreyfði fyrrverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, á einkar vel heppnuðum morgunfundi Samtaka atvinnulífsins þann 29. júní sl. um stórframkvæmdir í samgöngum á Íslandi.