Fréttasafn: mars 2013
Fyrirsagnalisti
Hafin bygging á 1300 nýjum íbúðum 2013
Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir sem eru fokheldar og lengra komnar eru rúmlega 800 talsins og hafin er bygging á um 700 íbúðum til viðbótar sem eru skemur á veg komnar.
Könnun meðal félagsmanna
Laða til sín fjárfesta og fé í Kísildalnum
Eigendum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur á þremur mánuðum tekist að safna 150 milljónum króna til frekari sóknar frá fjárfestum í Kísildalnum í Kaliforníu.
Þorsteinn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri SA
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ráðið Þorstein Víglundsson sem framkvæmdastjóra samtakanna frá og með deginum í dag. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur undangengin 15 ár starfað á sviði fjármálamarkaða og iðnaðar.
Vel heppnuð Nemakeppni Kornax
Meistarafélag í hárgreiðslu breytir nafni sínu í Meistarafélag hársnyrta
Svana Helen endurkjörin formaður
Mörkum stefnuna - Iðnþing 2013
Fjölmennt var á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær þar sem fjallað var um efnahagsleg tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. Þrír erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum deildu með gestum sýn sinni á þróun í nýtingu auðlinda og lýðfræði á norðurslóðum, tækni- og löggjöf á Vesturlöndum og fjármál og iðnþróun Evrópu.
Ályktun Iðnþings 2013
Félag ráðgjafarverkfræðinga gengur til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins
Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Júlíus Karlsson, formaður FRV skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl n.k.
Rafmenn ehf. fá D - vottun
Útboðsþing - Heldur bjartara framundan en síðustu ár
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið á Grand Hótel Reykjavík í dag. Yfir 100 áhugasamir verktakar hlýddu á fulltrúa helstu framkvæmdaaðila hins opinbera kynna fyrirhugaðar framkvæmdir.
Breytingar í stjórn LABAK
Aðalfundur Landssambands bakarameistara var haldinn laugardaginn 2. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom Guðmundur Kjerúlf, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, á fundinn og flutti erindi um vinnuvernd í fyrirtækjum.
Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2012
Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Mikill hugur í málm- og véltækniiðnaðnum
Samtök málm- og véltæknifyrirtækja – MÁLMUR – ásamt Samtökum iðnaðarins gengust fyrir ráðstefnu síðasta dag febrúarmánaðar.Þar var greint var frá helstu viðfangsefnum innan greinarinnar og ný mótaðri stefnu sem unnið verður eftir næstu fimm árin og miðar að því efla íslenskan málmiðnað til enn stærri átaka og meiri samkeppni á alþjóða markaði.