Fréttasafn



Fréttasafn: mars 2013

Fyrirsagnalisti

25. mar. 2013 : Hafin bygging á 1300 nýjum íbúðum 2013

Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er sú að íbúðir sem eru fokheldar og lengra komnar eru rúmlega 800 talsins og hafin er bygging á um 700 íbúðum til viðbótar sem eru skemur á veg komnar.

22. mar. 2013 : Könnun meðal félagsmanna

Samtök iðnaðarins gerðu könnun fyrir Iðnþing meðal félagsmanna þar sem spurt var út í margvísleg atriði er varða viðhorf til samtakanna, starfsskilyrði, efnahagsmál og Evrópumál.

22. mar. 2013 : Laða til sín fjárfesta og fé í Kísildalnum

Eigendum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur á þremur mánuðum tekist að safna 150 milljónum króna til frekari sóknar frá fjárfestum í Kísildalnum í Kaliforníu.

20. mar. 2013 : Þorsteinn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ráðið Þorstein Víglundsson sem framkvæmdastjóra samtakanna frá og með deginum í dag. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur undangengin 15 ár starfað á sviði fjármálamarkaða og iðnaðar.

20. mar. 2013 : Vel heppnuð Nemakeppni Kornax

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin með glæsibrag í húsnæði Hótel- og matvælaskólans 14.-15. mars sl. Níu nemendur frá sjö bakaríum öttu kappi í þessari skemmtilegu keppni sem haldin er af Kornax í samstarfi við Klúbb bakarameistara, Landssamband bakarameistara og Hótel- og matvælaskólann.

18. mar. 2013 : Meistarafélag í hárgreiðslu breytir nafni sínu í Meistarafélag hársnyrta

Á nýliðnum aðalfundi var ákveðið að breyta nafni Meistarafélagsins í hárgreiðslu í Meistarafélag hársnyrta. Með þessari breytingu er félagið aðgengilegra fyrir alla meistara sem starfa í þessu ágæta fagi og verður vonandi til þess að enn fleiri meistarar bætist í hópinn.

15. mar. 2013 : Svana Helen endurkjörin formaður

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, Norðuráli en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu.

15. mar. 2013 : Mörkum stefnuna - Iðnþing 2013

Fjölmennt var á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær þar sem fjallað var um efnahagsleg tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. Þrír erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum deildu með gestum sýn sinni á þróun í nýtingu auðlinda og lýðfræði á norðurslóðum, tækni- og löggjöf á Vesturlöndum og fjármál og iðnþróun Evrópu.

14. mar. 2013 : Ályktun Iðnþings 2013

Á næstu árum og áratugum verða miklar breytingar í efnahagslegu umhverfi Íslands, bæði af völdum náttúrunnar og mannlegs samfélags. Margt í þeirri þróun getur orðið til hagsbóta fyrir Íslendinga, ef stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman til að greina tækifærin og nýta þau.

12. mar. 2013 : Félag ráðgjafarverkfræðinga gengur til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Júlíus Karlsson, formaður FRV skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl n.k.

11. mar. 2013 : Rafmenn ehf. fá D - vottun

Rafmenn ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

8. mar. 2013 : Útboðsþing - Heldur bjartara framundan en síðustu ár

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið á Grand Hótel Reykjavík í dag. Yfir 100 áhugasamir verktakar hlýddu á fulltrúa helstu framkvæmdaaðila hins opinbera kynna fyrirhugaðar framkvæmdir.

8. mar. 2013 : Breytingar í stjórn LABAK

Aðalfundur Landssambands bakarameistara var haldinn laugardaginn 2. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom Guðmundur Kjerúlf, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, á fundinn og flutti erindi um vinnuvernd í fyrirtækjum.

8. mar. 2013 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2012

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2012.

6. mar. 2013 : Meirihluti áfram andsnúinn aðild

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 58,5% séu andvígir aðild en 25,,1% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun sem unnin var árið 2012.

1. mar. 2013 : Mikill hugur í málm- og véltækniiðnaðnum

Samtök málm- og véltæknifyrirtækja – MÁLMUR – ásamt Samtökum iðnaðarins gengust fyrir ráðstefnu síðasta dag febrúarmánaðar.Þar var greint var frá helstu viðfangsefnum innan greinarinnar og ný mótaðri stefnu sem unnið verður eftir næstu fimm árin og miðar að því efla íslenskan málmiðnað til enn stærri átaka og meiri samkeppni á alþjóða markaði. 

1. mar. 2013 : Sykurskattur tekur gildi í dag

Í dag taka gildi lög sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól og fela í sér hækkanir á gjöldum á margvíslegum matvælum. Um er að ræða hækkun á vörugjöldum á sykruðum vörum. Búast má við að þessi hækkun leiði til hækkunar á matvöruverði og muni koma fram í vísitölu neysluverðs fljótlega.