Fréttasafn



Fréttasafn: 2009

Fyrirsagnalisti

30. des. 2009 : CCP hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Hugbúnaðarfyrirtækið CCP hlaut í dag Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins en Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, afhenti Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, verðlaunin við veglega athöfn sem fram fór í dag.

21. des. 2009 : Alþingi samþykkir lög um 25,5% VSK og stuðning við nýsköpun

Alþingi samþykkti í dag lög um ráðstafanir í skattamálum og um stuðning við nýsköpun, hvorutveggja mál sem SI hafa látið sig varða.

18. des. 2009 : Hægan nú

Í langan tíma hefur staðið yfir undirbúningur að því að reisa gagnaver á Suðurnesjum. Verne Holding stendur að verkefninu. Samtök iðnaðarins hafa stutt með ráðum og dáð að af þessu verði. Verkefnið er kærkomin fjárfesting á nýju sviði iðnaðar og þjónustu og ekki veitir af slíku um þessar mundir. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjóri SI.

17. des. 2009 : Viðskiptavinir banka

Fyrirtæki, almenningur og bankar hafa þurft að glíma við afleiðingar hruns fjármálakerfisins, gjaldeyriskreppu, gjaldeyrishöft, hrun gjaldmiðilsins, samdrátt og háan fjármagnskostnað. Friðrik Pálsson hótelhaldari ritaði athyglisverða grein um málið í Morgunblaðið nýlega. „Ekki þarf að hafa mörg orð um það hve mikil röskun hefur orðið á högum margra á liðnu ári og hve mörg fyrirtæki hafa lent í erfiðleikum,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

17. des. 2009 : Ísland undir viðskiptakerfi ESB

Ráðherraráð ESB samþykkti á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn að Íslands verið með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Auk þess var ákveðið að að hefja samningaviðræður um nákvæma útfærslu samkomulagsins. Ísland mun því fylgja ákvörðunum ESB um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda, leggja fé til þróunarríkja eins og aðildarríki ESB og taka upp markmið um að auka nýtingu endurnýjanlegrar orku.

16. des. 2009 : SA mótmæla rökum fyrir nýju þrepi í VSK

Samtök atvinnulífsins mótmæla á vefsíðu sinni rökum fyrir nýju 14% þrepi í VSK. Margir standa í þeirri trú að lækkun virðisaukaskatts á matvæli feli í sér lífskjarajöfnun þrátt fyrir að opinber gögn sýni fram á allt annað. Með lækkun svokallaðs „matarskatts" árið 2007 var ráðist í eina dýrustu og óskilvirkustu aðferð sem hægt er að hugsa sér til lífskjarajöfnunar.

14. des. 2009 : Skattahækkanir dýpka kreppuna

"Ef við stóraukum skatta í kreppu þá lengjum við kreppuna og dýpkun hana. Það er mjög hættulegt að þyngja um of skattbyrði fólks og fyrirtækja á tímum síminnkandi ráðstöfunartekna. Keðjuverkunaráhrifin í ranga átt eru mikil og mér er til efs að stjórnvöld hafi metið þau til fulls í útreikningum sínum." Þetta segir Helgi Magnússon, formaður SI í grein í Morgunblaðinu sem birtist 11. desember sl.

10. des. 2009 : Botninum náð á fasteignamarkaðinum

Margt bendir til að þess sé skammt að bíða að markaðurinn með íbúðahúsnæði fari að taka við sér aftur. Samkvæmt nýrri skýrslu VSÓ eru 1850 ónýttar nýjar íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar á höfuðborgarsvæðinu. Áætla að innan við 1500 nýjar íbúðir séu til sölu sem er u.þ.b. áætluð ársþörf á markaðinum.

10. des. 2009 : Rafræn viðskipti til eflingar íslensks atvinnulífs

Rafræn viðskipti hafa verið stunduð á Íslandi árum saman, en fyrirtæki og stofnanir hafa um tuttugu ára skeið sent á milli sín rafrænar tollskýrslur, reikninga og pantanir byggðar á EDI (Electronic Data Interchange) staðlinum. Með eflingu veraldarvefsins hafa þau styrkst og tekið á sig nýjar myndir þannig að skilgreining hugtaksins verður sífellt torveldari.

7. des. 2009 : Um 79% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2009. Mikil fjölgun hefur orðið á prentun titla innanlands frá síðasta ári eða um 26% prósentustig. Um er að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998.

4. des. 2009 : Ríkiskaupum gert að auglýsa á nýjan leik útboð á matsölu til starfsmanna Landspítala

Í dag komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup f.h. Landspítalans skyldi gert að auglýsa á nýjan leik útboð á matsölu til starfsmanna Landspítala. Ríkiskaup höfðu tekið þá ákvörðun að undangengu útboðinu að ganga til samninga við Sælkeraveislur ehf., sem var næstlægstbjóðandi í útboðinu. Jafnframt var tilboði lægstbjóðanda, Sláturfélags Suðurlands svf. (SS) vísað frá.

3. des. 2009 : Starfsmaður RSK rýrir traust embættisins

Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt harkalega skattastefnu stjórnvalda er lýtur að skattlagningu matvæla, hækkun vsk á tilteknum matvælum og álagningu vörugjalda. Það er með miklum ólíkindum hvernig yfirmaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra dylgjar um rekstur og ákvarðanir einstaks fyrirtækis og stjórnenda þess. Samtök iðnaðarins ætlast til þess að ríkisskattstjóri sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki.

3. des. 2009 : Launafl með C-vottun

Launafl ehf. hefur náð þeim árangri að fá C- vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslum í öryggis- og heilbrigðismálum. Samhliða úttekt vegna C-vottunar var gerð forúttekt á þrepi B sem vekur væntingar um að ekki líði á löngu þar til Launafl ehf. verði komið með B- vottun.

3. des. 2009 : Einfalt umhverfisstjórnunarkerfi

Þeir sem vinna með umhverfismál velta stundum fyrir sér af hverju umhverfisvottanir fyrirtækja eru ekki vinsælli hérlendis en raun ber vitni. Ein ástæðan er talin vera sú að íslensk fyrirtæki eru mörg hver lítil og kerfin sem í boði eru henta betur stærri fyrirtækjum. Bæði ISO 14001 og Svanurinn hafa nokkuð stífar kröfur um skráningar og innra skipulag í fyrirtækinu sem vex í augum margra.

1. des. 2009 : Trésmiðjan AKUR 50 ára

Trésmiðjan AKUR á Akranesi hélt upp 50 ára afmæli fyrirtækisins í nóvember með veislu þar sem starfsfólk, eigendur og fyrrum stofnendur fyrirtæksins fögnuðu tímamótunum.

30. nóv. 2009 : Svigrúm til skattahækkana fullnýtt

Félagsfundur SI með ráðgjafaráði fór fram á Grand hóteli sl. fimmtudag. Umfjöllunarefni fundarins voru skattar og efnahagsmál. Tilgangur fundarins var að ræða margvísleg áhrif þeirra skattbreytinga sem eru í farvatninu á stöðu iðnaðarins og framvinduna í efnahagsmálum á næstu misserum.

27. nóv. 2009 : Forsætisráðherra tekur af skarið

Það er gleðilegt að forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lýst yfir eindregnum vilja til þess að greiða götu framkvæmda á Suðurnesjum. Samtök iðnaðarins taka heilshugar undir sjónarmið forsætisráðherra.

25. nóv. 2009 : Ræstingasvið ISS með Svansvottun

Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu. Strangar kröfur Svansins tryggja að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa starfseminnar. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun. Umhverfisráðherra veittil eyfið föstudaginn 20. nóvember sl. í húsnæði ISS.

25. nóv. 2009 : Erindi til Samkeppniseftirlitsins

Samtök iðnaðarins og MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að tryggt verði að uppbygging og rekstur skipalyftunnar í Vestmannaeyjum verði ekki niðurgreiddur úr hafnarsjóði eða bæjarsjóði eins og stefnt er að.

23. nóv. 2009 : 14% vsk-þrepi mótmælt harðlega

Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega.

Síða 1 af 5