Fréttasafn



Fréttasafn: desember 2011

Fyrirsagnalisti

29. des. 2011 : Hernaðurinn gegn fólkinu

Á jólum árið 1970 birti Halldór Laxness grein sem vakti mikla athygli og nokkrar deilur enda var tekið á viðkvæmum álitaefnum og talað tæpitungulaust eins og skáldinu var tamt. Hernaðurinn gegn landinu nefndist greinin og er m.a. birt í bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, árið 1971.

21. des. 2011 : Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Félag dúklagninga- veggfóðrarameistara ganga til liðs við Samtök iðnaðarins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Múrarameistarafélags Reykjavíkur (MM) og Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara (FDV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Helgi Magnússon, formaður SI, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sigurður Heimir Sigurðsson, formaður MM og Jón Ólafsson, ritari FDV skrifuðu undir samningana.

20. des. 2011 : Gleðileg jól

Skrifstofa Samtaka iðnaðarins verður lokuð á Þorláksmessu.

19. des. 2011 : Samstarf um aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við aðildarsamtök sín undirbúið þátttöku í átakinu „Til vinnu" undanfarnar vikur. Átakið hefst í byrjun árs 2012 og munu aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra hafa forgang. Tryggja á allt að 1.500 atvinnuleitendum starfstengd úrræði, til viðbótar við þau úrræði sem í boði hafa verið.

14. des. 2011 : Gjaldeyrishöftin: Ný skýrsla og afnámsáætlun

Í morgun kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er um kostnaðinn sem af þeim hlýst og efnahagsleg áhrif þeirra. Tilgangur með útgáfu skýrslunnar er að ýta á ný við umræðu um gjaldeyrishöftin með því að varpa ljósi á margvíslega skaðsemi þeirra fyrir íslenskt hagkerfi verði þau of lengi við lýði.

9. des. 2011 : Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja sendir frá sér ályktun

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja var haldinn í morgun. Formaður samtakanna Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika ehf. var endurkjörin formaður, en nýir fulltrúar í stjórn voru kjörin Rakel Sölvadóttir hjá Skema ehf. og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson hjá Clara ehf.

7. des. 2011 : Óbreyttir vextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI segir að þessi ákvörðun bankans komi ekki á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga og verðbólguþróunar undanfarið.

1. des. 2011 : Raforkuhækkanir koma illa við stærri iðnfyrirtæki

Hækkanir á ótryggðri orku sem boðaðar eru nú um áramót koma illa við mörg stærri iðnfyrirtæki. Það kemur á óvart hve mikil hækkunin er, en rekstur fyrirtækjanna er þungur og því kemur svona sending sér afar illa.

1. des. 2011 : Lýsing tapar í héraðsdómi - fjármögnunarleigusamningar enn einu sinni dæmdir ólöglegir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar Lýsingar væru í raun lánasamningar og því væri gengistrygging þeirra ólögleg. Þetta er þriðji samhljóða dómurinn um ólögmæti lánasamninga í erlendri mynt.