Fréttasafn: október 2010
Fyrirsagnalisti
Ár nýsköpunar - fundur 29. október
SI hefur ákveðið að efna til átaksverkefnis sem hlotið hefur nafnið Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjárfesting, farsæld. Markmið verkefnisins er að kynna og efla nýsköpun á breiðum grunni og í öllum starfsgreinum sem leið til endurreisnar íslensku atvinnulífi og vinna að vegvísi til framtíðar með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi.
Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hlaut Fjöreggið 2010
Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís hlaut í dag Fjöregg MNÍ 2010 sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ólafur hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir sem stutt hafa við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum á byggi.
10% afsláttur af opnum námskeiðum Opna háskólans í HR
Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins býðst 10% afsláttur af öllum opnum námskeiðum Opna háskólans í HR. Opni háskólinn þjónar atvinnulífinu með fjölbreyttu framboði öflugra námsleiða undir leiðsögn innlendra og erlendra sérfræðinga.
Tilnefningar til Fjöreggs MNÍ 2010
„FJÖREGG MNÍ“ verður veitt á Matvæladegi 2010 fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Samtök iðnaðarins gefa gripinn sem er íslenskt glerlistaverk hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.
Óvissa um fiskveiðistjórnun áfall fyrir málmiðnaðinn
Eigendur tveggja fyrirtækja dæmdir fyrir brot á iðnlöggjöfinni
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun eigendur tveggja fyrirtækja til greiðslu sekta vegna brota á iðnaðarlögum nr. 42/1978. Brotin fólust í því að reka ljósmyndastofu án þess að hafa meistara til forstöðu.
Sókn í byggingariðngreinar á hinum Norðurlöndunum
Á fundi norrænna menntafulltrúa samtaka í byggingariðnaði, sem haldinn var nýlega í Gautaborg, var til umræðu nýliðun í byggingariðngreinum. Byggingariðnaður dróst saman á öllum Norðurlöndum við efnahagslægðina 2008 en er þó að ná sér á strik víða nema á Íslandi.
Mikilvæg ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá
Að mati SA er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku Arion banka á B.M. Vallá (nr. 31/2010) jákvæð. Þar eru sett fram skýr viðmið um hvernig yfirtöku banka á fyrirtækjum skuli háttað þannig að endurskipulagning þeirra geti tekist vel án þess að raska samkeppni eða fyrirtækjum sé alvarlega mismunað. Þetta kemur fram í frétt á vef SA.
Fjárfestingar fyrir 86 milljarða – 1300 ársverk
Í dag undirritaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf., samning sem tengist áformum fyrirtækisins um stækkun og endurbyggingu álversins í Straumsvík.
Matvæladagur MNÍ - Kynningarbásar í boði
Matvæladagur MNÍ verður haldinn miðvikudaginn 27. október nk. kl. 12:30-17:30 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Einstaklingum verður boðið að kynna rannsóknir sínar í kaffihléi án endurgjalds og fyrirtækjum gefinn kostur að kynna vörur sínar á kynningarbás gegn vægu gjaldi.
Uppbyggileg atvinnustefna óskast
Án öflugs atvinnulífs verður ekki til öflugt velferðarkerfi. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna.
Matardagar í Smáralind
Allir starfsmenn Loftorku með vinnustaðaskírteini
Þann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
Eftirlitsmenn stéttarfélaganna voru á ferð í síðustu viku og fóru meðal annars í Egilshöll þar sem starfsmenn Loftorku voru að störfum og voru þeir allir með vinnustaðaskírteini.Tilraunaræktun með ljósdíóðulömpum bendir til að spara megi verulega í raforkunotkun
Samstarfsverkefni Orkuseturs og Vistvænnar Orku efh. um tilraunaræktun með ljósdíóðulömpum bendir til að spara megi um og yfir 50% í raforkunotun til gróðurhúsalýsingar.
Skattstofnar rýrna
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI segir það mikið áhyggjuefni að dótturfélög erlendra fyrirtækja hér á landi séu beinlínis á flótta frá Íslandi vegna skattbreytinga á síðasta ári. „Fregnir hafa borist af fyrirtækjum sem hafa hætt hér starfsemi gagngert vegna afdráttarskatts á vaxtagreiðslur erlendra aðila. Þannig sé ríkið að verða af milljörðum skatttekjum“, segir Orri.
ICEconsult styrkir stöðu sína í orkueftirliti
ICEconsult hefur keypt Orkuvaktina ehf. sem hefur sérhæft sig í greiningu og vöktun á raforkukostnaði fyrirtækja. Orkuvaktin nýtir sér sjálfvirkni og rafræn gögn til hins ýtrasta og nær þannig að bjóða mun hagstæðara verð en áður hefur þekkst fyrir sambærilega þjónustu. Með Orkuvaktina innanborðs getur ICEconsult nú boðið enn betri þjónustu á sviði orkueftirlits.