Fréttasafn



Fréttasafn: 2012

Fyrirsagnalisti

23. des. 2012 : Upplýsingabæklingur um mjólkur- og kjötvinnslu á Íslandi

Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja hafa tekið saman upplýsingabækling um mjólkur- og kjötvinnslu á Íslandi.

17. des. 2012 : Sæfiefni - markaðsleyfi fyrir sótthreinsiefni, viðarvarnarefni og önnur sæfiefni

Vænta má mikilla breytinga á sölu og framleiðslu sæfiefna á næstu árum og tímabært er fyrir fyrirtæki að hefja undirbúning fyrir nýjar reglur um markaðsleyfi. Því er spáð að fjöldi aðila muni hætta að versla með vörur sem falla undir sæfiefnalöggjöf vegna þess hve umfangsmiklar og kostnaðarsamar leyfisveitingar eru.

14. des. 2012 : Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2013

Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

14. des. 2012 : Bráðabirgðaákvæði 1 framlengt til 15. apríl 2013

Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag ákvörðun um að verða við kröfum Samtaka iðnaðarins og fleiri hagsmunaaðila um að framlengja bráðabirgðaákvæði 1 í nýrri byggingarreglugerð til 15. apríl 2013. 

12. des. 2012 : Jóladagatal vísindanna

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir jóladagatali vísindanna sem ætlað er að glæða áhuga yngri kynslóðarinnar á undrum raunvísinda og verkfræði. Um er að ræða stutt myndbönd með skemmtilegum tilraunum í efnafræði, eðlisfræði og verkfræði sem auðvelt er að framkvæma í heimahúsum.

12. des. 2012 : Kínversk útgáfa EVE Online

Í gær kom út kínversk útgáfa fjölspilunarleiks CCP EVE Online. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, við endurútgáfu og markaðssetningu leiksins fyrir Kínamarkað.

11. des. 2012 : Mat opinberra verkkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum

Undirrituð var yfirlýsing í gær þann 10. desember 2012 af Framkvæmdasýslu ríkisins, Samtökum iðnaðarins, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Vegagerðinni um hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum. Verkkauparnir lýsa því jafnframt yfir að þeir muni vinna í samræmi við ákvæði þessa skjals í útboðum á þeirra vegum.

11. des. 2012 : Ákvæði í nýrri byggingarreglugerð þarfnast nánari skoðunar og endurbóta

Umhverfisráðherra hyggst bregðast við ákalli um að draga úr kostnaði vegna nýrra byggingarreglugerðar. Samtök iðnaðarins hafa sent umsögn um breytingarnar til Mannvirkjastofnunar. Þó að að mjög margt sé til bóta í breytingartillögum á reglugerðinni eru enn ákvæði í henni sem þarfnast nánari skoðunar.

11. des. 2012 : Íslensku EGF húðdroparnir mest selda snyrtivaran hjá evrópskum flugfélögum

Íslensku EGF húðdroparnir frá Sif Cosmetics eru mest selda snyrtivaran í flugvélum Lufthansa, Air France og Swiss og í öðru sæti í vélum British Airways. Þessi árangur hefur náðst í samkeppni við heimsþekkt vörumerki eins og Estée Lauder, L‘Oreal, Guerlain og La Prairie.

10. des. 2012 : Íslensk iðnfyrirtæki munu bera stærstan hluta vörugjalda á matvæli

Breytt fyrirkomulag við innheimtu vörugjalda af sykruðum matvælum breytir ekki þeirri staðreynd að íslensk iðnfyrirtæki munu bera stærstan hluta vörugjalda á matvæli. Framkvæmd kerfisins sem lagt er til í nýju frumvarpi er afar flókin og því skiptir öllu að vandað verði til verka.

4. des. 2012 : Ný reglugerð - Kostnaðaráhrif

Síðasti fundurinn í fundaröð SI og fleiri aðila um nýja byggingarreglugerð var haldinn á Suðurlandi sl. föstudag. Meðal þess sem fjallað hefur verið um er kostnaðaraukning sem fylgir nýjum mannvirkjalögum og byggingareglugerð. Friðrik Á. Ólafsson, SI og Guðrún Ingvarsdóttir, verkefnastjóri þróunarverkefna hjá Búseta skrifuðu grein um málið sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

30. nóv. 2012 : Hvað er best fyrir Ísland?

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um Evrópumálin í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hún segir m.a. að það hafi verið gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða.

29. nóv. 2012 : Forstjóri Fjarðaáls meðal fremstu kvenstjórnenda ársins

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum.

28. nóv. 2012 : Völundur – sjónvarpsþættir um nýsköpun í iðnaði

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir gerð fimm forvitnilegra og fjölbreyttra sjónvarpsþátta um nýsköpun og þróunarstarf í íslenskum iðnaði í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson og kvikmyndafyrirtækið Lífsmynd. Leitað var fanga hjá sextán fyrirtækjum í afar ólíkum iðngreinum, allt frá kaffi- og ullariðnaði til tölvu- og véltæknigreina.

28. nóv. 2012 : 63% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2012. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dragast saman um rúmlega 5 prósentustig milli ára en árið 2011 var 68% hlutfall á prentun bókatitla innanlands.

27. nóv. 2012 : Góð eftirspurn eftir vörum og vilji til að auka útflutning

Haldinn var fjölmennur kynningarfundur á vegum Íslandsstofu á kortlagningarvinnu upplýsingatæknigeirans en rúmlega áttatíu manns úr faginu mættu til að kynna sér helstu niðurstöður vinnunnar. Góð eftirspurn er eftir vörum og þjónustu íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja og 80% fyrirtækjanna telja að hægt sé að auka útflutning enn frekar.

27. nóv. 2012 : Kjarnafæði hlýtur D, C og B - vottun

Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta, öðru og þriðja þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D og C og B vottun. Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæða- og innkaupastjóri Kjarnafæðis segir að miðað við framtíðarstefnu fyrirtækisins skipti öllu máli að hafa gæðamálin í fyrsta sæti.

23. nóv. 2012 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2012

Alls bárust 87 umsóknir í Tækniþróunarsjóð vegna umsóknarfrests sem rann út 15. september síðastliðinn. Á fundi 22. nóvember ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum 30 verkefna að ganga til samninga. Lista yfir verkefnin má nálgast hér.

23. nóv. 2012 : Frumkvöðlafyrirtæki útnefnd til verðlauna

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga sigraði í flokki íslenskra fyrirtækja í þremur flokkum í frumkvöðlasamkeppni Norðurlanda, Nordic Start-up Awards. Meniga var útnefnd sprotafyrirtæki ársins, hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á alþjóðlegum markaði auk þess sem Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hlaut nafnbótina stofnandi ársins.

21. nóv. 2012 : Mat á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingareglugerðar kynnt á opnum fundi í dag

Samtök iðnaðarins, ásamt Mannvirkjastofnun og fleiri aðilum, hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundum víða um land fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir tilaukinna samskipta innan byggingageirans.
Síða 1 af 11