Fréttasafn: janúar 2010
Fyrirsagnalisti
Samtök atvinnurekenda þétta raðirnar
Útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar
Vegagerðin vinnur nú að því að undirbúa útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Ríkisstjórnin hefur heimilað útboðin og framkvæmdir munu dreifast á tvö ár þ.e.a.s. árin 2010 og 2011. SI fagna þessari ákvörðun mjög en það hefur verið verið eitt af helstu baráttumálum þeirra undanfarin misseri að fá opinbera aðila til arðbærrar mannvirkjagerðar.
Suðvesturlínur ekki í sameiginlegt mat
SI fagna staðfestingu umhverfisráðuneytis á ákvörðun Skiplagsstofnunar frá 30. október um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína. Ráðuneytinu bárust kærur frá Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Græna netinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.
FKA viðurkenninguna 2010 hlaut Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors
Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor hlaut FKA viðurkenninguna 2010 sem veitt var við hátíðlega athöfn 21. janúar sl. Þetta er í 11. sinn sem Félag kvenna í atvinnurekstri veitir þessa viðurkenningu.
Verðbólguþróun til marks um samdrátt
„Vissulega er það ánægjulegt að verðbólgan skuli vera hjaðna en verðbólguþróunin leiðir hugann hins vegar af orsökum minnkandi verðbólgu og þeirrar staðreyndar að vextir eru hér enn mjög háir“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði vísitala neysluverðs um 0,31% í janúar frá fyrra mánuði en án húsnæði breyttist vísitalan ekki. Verðbólgan mælist nú 6,6% en síðustu þrjá mánuði er verðbólga á ársgrunni 3,7%.
Nýr framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands
Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag
The Best of TechEd & Convergence 2010
Microsoft Íslandi stendur fyrir risaráðstefnunni The Best of TechEd & Convergence 2010 á Hilton Nordica Hótel 26.-27. Janúar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Nýr grunnur fyrir vísitölu byggingakostnaðar
Láta þarf verkin tala
Það er ekki nóg að stjórnmálamenn tali um að framkvæmdir muni hefjast á næstunni. Fyrirtæki lifi ekki á talinu einu. Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við fréttastofu Rúv.
Hagnýting rafrænna reikninga
Styrkir til nýsköpunar og rannsókna á loftslagi, umhverfi og orku
Vilmundur Jósefsson gefur áfram kost á sér sem formaður SA
Háskólinn í Reykjavík í nýtt húsnæði
Háskólinn í Reykjavík flutti í nýja byggingu 11. janúar. Nemendur og kennarar skólans söfnuðust saman við aðalbyggingu skólans í Ofanleiti og gengu fylktu að nýrri byggingu HR í Nauthólsvík. Í gær var síðan haldin formleg opnunarhátíð þar sem um 500 manns komu saman.
Prentsmiðjan Oddi fær Svansvottun
Prentsmiðjan Oddi hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra veitti leyfið sl. föstudag í húsnæði Odda.
Tækifærið er núna
Nú er komið tækifæri til að beita nýjum aðferðum til lausnar Icesave-málinu en þetta ólukkumál hefur truflað alla framvindu á Íslandi í heilt ár. Nú er það skylda okkar allra að leita lausna. Þetta segja formenn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands í grein í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag.