Tækifærið er núna
Nú er komið tækifæri til að beita nýjum aðferðum til lausnar Icesave-málinu en þetta ólukkumál hefur truflað alla framvindu á Íslandi í heilt ár. Nú er það skylda okkar allra að leita lausna. Þetta segja formenn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands í grein í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag.
Nú er komið tækifæri til að beita nýjum aðferðum til lausnar Icesave-málinu en þetta ólukkumál hefur truflað alla framvindu á Íslandi í heilt ár. Nú er það skylda okkar allra að leita lausna. Þetta segja formenn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands í grein í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag.
Í greininni leggja þeir Helgi Magnússon, Vilmundur Jósefsson og Tómas Már Sigurðsson áherslu á að tækifærið sem felst í ákvörðun forseta Íslands um að hafna samþykki laganna sé nýtt. Mikilvægt sé að stjórnmálaflokkar snúi bökum saman til að ná niðurstöðu sem horfir til hagsældar fyrir Íslendinga. Þeir leggja til að Alþingi skipi nýja samninganefnd án tafar sem skipuð yrði fulltrúum allra þingflokka.
Lesa má greinina í heild sinni hér.
Morgunblaðið og Fréttablaðið 11.1.2010