Iðnþing 2020

Iðnþing 2020 var haldið í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 18. september.

Si_idnthing_2020-11

Nýsköpun er leiðin fram á við var yfirskrift Iðnþings 2020 sem var vegna samkomutakmarkana í beinni útsending á mbl.is og visir.is föstudaginn 18. september kl. 13.00-14.30.

Landsmönnum öllum var boðið á Iðnþingið en samtökin vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins nú þegar þörf er á viðspyrnu í efnahagslífinu. Á Iðnþingi 2020 var kastljósinu beint að því hvernig við mætum áskorunum um fjölgun nýrra starfa. Þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum. Tækifærin liggja víða og á þinginu var horft til þess hvernig nýsköpun getur drifið vöxt framtíðar.

Dagskrá

 • Fundarstjórn - Logi Bergmann
 • Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI
 • Áskoranir um fjölgun starfa - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
 • Ávarp - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Umræður I - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI og Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV
 • Umræður II - Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ágústa Guðmundsdóttir, annar tveggja stofnenda Zymetech
 • Samantekt - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
 • Á milli dagskrárliða er vitnað til orða nokkurra forkólfa í íslenskum iðnaði.  

Bein útsending

Hér er hægt að nálgast upptökuna sem var í beinni útsendingu: 

https://player.vimeo.com/video/459290737

Myndir

Á SI-Facebook er hægt að nálgast fleiri myndir.

Si_idnthing_2020-12Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_idnthing_2020-20Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.

Radherra1_1600697391309Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Si_idnthing_2020-37Logi Bergmann, Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI og Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

Si_idnthing_2020-49Logi Bergmann, Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ágústa Guðmundsdóttir, annar tveggja stofnenda Zymetech. 

Si_idnthing_2020-65Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_idnthing_2020-22Logi Bergmann stýrði þinginu og umræðum.

Si_idnthing_2020-61Árni Sigurjónsson, formaður SI, færði fyrrum formanni SI til sex ára, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þakklætisvott frá samtökunum en Guðrún lét af formennsku síðastliðið vor.

Myndbönd

Ávörp

 • Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti ávarp sem hægt er að nálgast hér.
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti ávarp sem hægt er að nálgast hér
 • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var með samantekt í lok Iðnþings sem hægt er að nálgast hér.

Umfjöllun

 • Bein útsending: Iðnþing 2020 -  mbl.is, 18. september 2020visir.is
 • Bein útsending: Iðnþing 2020 - visir.is, 18. september 2020
 • Beint: Iðnþing 2020 - Viðskiptablaðið, 18. september 2020
 • Iðnþing 2020 í beinni útsendingu frá Hörpu í dag - Nútíminn, 18. september 2020
 • Iðnþing í beinni kl. 13 í dag - Fjarðarfréttir, 18. september 2020
 • Vígaleg kreppa og við höfum verk að vinna - Fréttablaðið, 18. september 2020
 • Sífellt fleiri raddir tala um styrki - mbl.is, 18. september 2020
 • Upp er runnin tími samdráttar og atvinnuleysis - mbl.is, 18. september 2020
 • Boðar langtíma orkustefnu Íslands fyrir mánaðarlok - mbl.is, 18. september 2020
 • Ætla að skapa 20% af gjaldeyristekjum Íslands - mbl.is, 18. september 2020
 • 60 þúsund ný störf á næstu þremur áratugum - RÚV, 18. september 2020
 • Sköpun nýrra starfa - RÚV/Spegillinn, 18. september 2020
 • Óveðurský yfir hagkerfinu - Morgunblaðið, 19. september 2020
 • Sigurður segir óveðurskýin vofa yfir þjóðinni - DV, 19. september 2020
 • Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni - Bylgjan, 20. september 2020
 • Þarf að skapa 60.000 störf á næstu 30 árum - Bylgjan, 20. september 2020
 • Verður hlustað á varnaðarorð? - Morgunblaðið, 21. september 2020
 • Samtök iðnaðarins vilja skapa sextíu þúsund ný störf - Morgunútvarp Rásar 2, 22. september 2020
 • Myndir: Iðnþing 2020 - Viðskiptablaðið, 24. september 2020
 • Uppskeran verður ríkuleg - Markaðurinn, 23. september 2020
 • Óvissan er það sem helst aftrar okkur - Morgunvaktin Rás 1, 30. september 2020
 • Við höfum ekki val um annað - mbl.is, 2. október 2020
 • Ísland hefur alla burði til að verða nýsköpunarland - mbl.is, 3. október 2020
 • Rannsóknir gerðu hliðarafurð margra milljarða virði - mbl.is, 5. október 2020
 • Tímabært að senda boltann yfir til atvinnulífsins - mbl.is, 6. október 2020
 • Verði leiðandi í þróun líftæknilyfja - mbl.is, 7. október 2020
 • Nýsköpun verður drifkraftur hagvaxtar - mbl.is , 8. október 2020
 • Munum ekki geta byggt á sömu forsendum - mbl.is, 9. október 2020

Þáttur á Hringbraut

Sigmundur Ernir Rúnarsson á Hringbraut mætti á Iðnþingið. Hann ræddi við Árna Sigurjónsson, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris, Sesselju Ómarsdóttur, framkvæmdastjóra lyfjagreiningardeildar Alvotec, Sigurð Ragnarsson, forstjóra ÍAV, Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra CRI, Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis og Ágústu Guðmundsdóttur, annan tveggja stofnenda Zymetech.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/stakir-thaettir/nyskopun-islandi/

Iðnþingsblaðið

Idnthingsbladid_forsidaMeð Morgunblaðinu í aldreifingu fylgdi Iðnþingsblað þar sem rætt er við þátttakendur á Iðnþingi 2020.

Hér er hægt að nálgast blaðið í PDF.

Glefsur

Hér fyrir neðan eru nokkrar glefsur frá þinginu með texta.

Auglýsingar

Idnthing-auglysing_loka_1600678186427Facebook-event-haus1


Pult-lettara

Tímarit SI um nýsköpun

Í tímariti Samtaka iðnaðarins um nýsköpun er horft á nýsköpun út frá fjölmörgum sjónarhornum. Í tímaritinu er skyggnst inn í ótal greinar íslensks iðnaðar og dregnar fram fjölbreyttar hliðar nýsköpunar. Horft er til frumkvöðla og stjórnenda í nýjum atvinnugreinum eins og líftækni, gagnaversiðnaði og tölvuleikjaiðnaði. En einnig er rætt við þá sem stunda nýsköpun í rótgrónari iðnaði, líkt og matvælaiðnaði, áliðnaði og byggingariðnaði. Í tímaritinu kemur fram í grein aðalhagfræðings SI að fram til ársins 2050 þurfi að skapa 60 þúsund ný störf. Þá kemur fram sýn forseta Íslands og nýsköpunarráðherra á hvert mikilvægi nýsköpunar er fyrir Ísland, auk þess sem formaður SI og framkvæmdastjóri SI segja frá því hvers vegna samtökin leggja áherslu á nýsköpun og hvaða þýðingu það hefur að hvetja til sóknar á því sviði. 

Timarit-SI_forsida_

Hér er hægt að nálgast tímaritið í PDF-útgáfu.