Stóra myndin
Öflugur iðnaður - Gott líf
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. mars kl. 14.00 - 16.30.
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. mars kl. 14.00 - 16.30.
Á Iðnþingi 2016 teflum við saman fólki með ólíka sérfræðiþekkingu til að ræða meginstrauma í samfélagi og atvinnulífi.
Hvað kennir sagan okkur? Hverjar eru helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og hvað bíður okkar í framtíðinni?
Hraðar breytingar í loftslags- og umhverfismálum hafa víðtæk áhrif á líf okkar. Við erum stödd í mestu tæknibyltingu sögunnar og stöndum frammi fyrir krefjandi áskorunum varðandi breytingar á samsetningu vinnuafls þar sem stöðugt þarf að mæta nýjum þörfum og viðhalda þeim eldri.
Við leitum svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum áskorunum og hver eru mikilvægustu verkefnin til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla og höfum til þess fengið til liðs við okkur öflugan hóp sérfræðinga.
Dagskrá
Ávarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns SI
Ávarp iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir
- SAGAN
Sagnfræðingarnir Guðni Th. Jóhannesson og Stefán Pálsson ræða saman um sögu iðnaðar og atvinnulífs á léttum nótum
- GRÆNU LAUSNIRNAR
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling International
- TÆKNIBYLTINGIN
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Business Manager Inside Sales, Marel
Ólafur Andri Ragnarsson, Technical Visionary, Novomatic Lottery Solutions
Soffía Theódóra Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Greenqloud
- FÓLKIÐ
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland
Kristinn D. Grétarsson, forstjóri Orf líftækni
Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar HR
- STÓRA MYNDIN
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERK
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI
Aðalfundur Samtaka iðnaðarins verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica sama dag kl. 11.00 - 12.30.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Framkvæmdastjóri leggur fram til úrskurðar endurskoðaða ársreikninga samtakanna fyrir liðið almanaksár, með athugasemdum endurskoðanda
- Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
- Lagabreytingar
- Launakjör stjórnar
- Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda
- Tillaga að fulltrúum SI í fulltrúaráði SA
- Kjörinn löggiltur endurskoðandi
- Kosinn kjörstjóri og tveir aðstoðarmenn hans
- Önnur mál
Að loknum aðalfundi er boðið upp á léttan hádegisverð.
Árshóf SI
Árshóf Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 11. mars og hefst með fordrykk kl. 19.00.
Verð er kr. 7.900.
Glæsilegur málsverður og glaumur og gleði fram eftir kvöldi.
Ræðumaður kvöldsins er Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Mannviti.
Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björns hrista upp í mannskapnum með eldfjörugri lagasyrpu og Ingó og A-liðið spila fyrir dansi.
Lárus Andri Jónsson, Rafþjónustunni og stjórnarmaður SI stýrir samkomunni af alkunnri snilld og röggsemi.
Þú vilt ekki missa af þessu!
Miðapantanir í viktoria@si.is