Mannauður

Mannauður er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja.

Mannauður er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja. Skýr stefna í því hvernig fyrirtæki hyggjast nýta mannauðinn sem best skiptir miklu máli í rekstri þeirra og leiðir til að mæla hvernig það gengur geta hjálpað til við þar takist vel til. Mannauðurinn er þannig nátengdur helstu stefnuáherslur Samtaka iðnaðarins, menntun, nýsköpun og  framleiðni.

Staða mannauðsstjórnunar á Íslandi

Samtök iðnaðarins styðja CRANET rannsókn á stöðu mannauðsrannsókna á Íslandi. Rannsóknin er gerð á þriggja ára fresti og hefur Ísland verið þátttökuland frá árinu 2002. Nýjast skýrslan kom út 2015 og byggir á svörum 119 fyrirtækja sem eru með 70 manns eða fleiri í vinnu. Helstu viðfangsefni rannsóknarinnar eru: staða mannauðsstjórnunar, mönnun og ráðningar, starfsþróun og endurgjöf, laun og umbun, samskipti og stéttarfélög, mannafli og mannauðsmælikvarðar og þroskastig stjórnunar.

Rannsóknamiðstöð í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík  (RA-MAUS) er þátttakandi í rannsókninni fyrir Íslands hönd. Áhugasamir geta keypt skýrsluna og fengið nánari upplýsingar hjá RA-MAUS, sjá hér á vefsíðu þeirra.

Starfsþjálfun hjá Samtökum iðnaðarins

Samtök iðnaðarins ákváðu árið 2014 að bjóða meistaranemum á háskólastigi að koma í starfsþjálfun til samtakanna. Markmiðið er að neminn fái innsýn í þau fjölþættu verkefni sem samtökin sinna, byggi upp tengslanet og öðlist dýrmæta starfsreynslu. Samtökin fá á móti ferska sýn nemenda á verkefnin og hugmyndir að nýjum leiðum auk þess að fá hressandi andblæ á vinnustaðinn.