Tannsmiðafélag Íslands, TÍ

Tannsmiðafélag Íslands hefur það meðal annars að markmiðum að stuðla að samvinnu meðal tannsmiða í landinu, efla og vernda hagsmuni tannsmiða og réttindi þeirra og gæta faglegra og félagslegra hagsmuna iðngreinarinnar.

Tannsmíðafélag Íslands

Tannsmiðafélag Íslands var stofnað 15. maí 2003 með sameiningu tveggja eldri félaga tannsmiða. Tannsmiðum þótt hag sínum betur borgið í einu félagi og vildu vinna saman að hagsmuna- og framfaramálum. Þennan dag voru aðalfundir félaganna haldnir samtímis að Hallveigarstíg 1 og í framhaldi af því að hvort félag um sig samþykkti sameiningu var gengið til stofnfundar nýs félags. Var eftir því tekið að sameining var samþykkt án mótatkvæða í báðum félögum. Á stofnfundinum urðu mestar umræður um hvert skyldi vera heiti hins nýja félags. Nauðsynlegt reyndist að knýja fram úrslit með atkvæðagreiðslu og varð niðurstaðan sú að félagið heitir Tannsmiðafélag Íslands eins og hið eldra af fyrri félögunum tveimur. Á aðalfundi 2005 var kosið um nýtt merki félagsins að undangenginni hugmyndasamkeppni meðal félagsmanna.

Félagar eru um áttatíu, flestir sjálfstæðir atvinnurekendur eða einyrkjar.

Meginmarkmið félagsins eru að: 

 • stuðla að kynnum og samvinnu meðal tannsmiða í landinu, 
 • efla og vernda hagsmuni þeirra og réttindi, 
 • gæta faglegra og félagslegra hagsmuna iðngreinarinnar, 
 • stuðla að menntun og endurmenntun tannsmiða.
Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is. 

Stjórn

Stjórn 2024-2025

 • Ingibjörg Einarsdóttir, formaður
 • Eva Guðríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri
 • Ásthildur Þóra Reynisdóttir, ritari
 • Markus Menczynski, meðstjórnandi
 • Snædís Sveinsdóttir, meðstjórnandi

Stjórn 2023-2024

 • Ingibjörg Einarsdóttir, formaður
 • Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
 • Eva Guðríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri
 • Markus Menczynski, meðstjórnandi
 • Rakel Ástu Sigurbergsdóttur, meðstjórnandi

Stjórn Tannsmiðafélags Íslands 2022

 • Snædís Ómarsdóttir, formaður
 • Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
 • Rakel Ástu Sigurbergsdóttur, gjaldkeri
 • Markus Menczynski, meðstjórnandi
 • Brynjar Sæmundsson, meðstjórnandi

Stjórn Tannsmiðafélags Íslands 2020

 • Snædís Ómarsdóttir, formaður
 • Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
 • Rakel Ástu Sigurbergsdóttur, gjaldkeri
 • Markus Menczynski, meðstjórnandi
 • Brynjar Sæmundsson, meðstjórnandi

Stjórn Tannsmiðafélags Íslands 2019

 • Eva Dögg Sigurðardóttir, formaður
 • Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
 • Rakel Ásta Sigurbergsdóttir, gjaldkeri
 • Brynjar Sæmundsson, meðstjórnandi
 • Markus Menczynski, meðstjórnandi

Stjórn Tannsmiðafélags Íslands 2018

 • Dagný Kolbeinsdóttir, formaður
 • Sigurður Einarsson
 • Ásthildur Þóra Reynisdóttir 
 • Ásdís Friðriksdóttir
 • Guðrún Tinna Valdimarsdóttir