Innviðir á Íslandi 2017
SI og FRV gáfu út skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi í október 2017.
Það eru Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga sem standa að útgáfunni en skýrslan var kynnt á opnum fundi 5. október 2017 í Kaldalóni í Hörpu kl. 8.30–10.00.
Skýrslan
Hér er hægt að nálgast skýrsluna.
Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð skýrsla um ástand innviða hér á landi er gefin út. Fyrirmynd að skýrslunni er sótt til Noregs og Danmerkur en um 70 manns komu að gerð skýrslunnar sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði. Í skýrslunni er gerð úttekt á helst innviðum í tíu köflum sem fjalla um flugvelli, vegi, hafnir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, úrgangsmál, orkuvinnslu, orkuflutninga og fasteignir ríkis og sveitarfélaga.
Markmið með útgáfu skýrslunnar er að lýsa stöðu helstu innviða hagkerfisins og draga fram þarfir og lausnir til að tryggja gæði þessara meginstoða íslensks samfélags. Í skýrslunni er lagt mat á endurstofnvirði innviðanna sem eru teknir fyrir, ástand þeirra metið, greint frá hverjar framtíðarhorfurnar eru og lagt mat á uppsafnaða viðhaldsþörf. Þá eru settar fram ráðleggingar og lýsing á því hvað þarf til að koma á breytingum. Skýrslan er lögð fram til að skapa upplýsta umræðu um stöðu innviða íslenska hagkerfisins.
í skýrslunni kemur meðal annars fram að heildarendurstofnvirði ofangreindra innviða er áætlað 3.493 milljarðar króna. Til samanburðar stóðu heildareignir lífeyrissjóðalandsmanna í 3.725 milljörðum króna í lok júlí 2017.
Kynningarfundur í Kaldalóni í Hörpu
Myndaalbúm með myndum af fundinum á Facebook SI.
Glærur frummælenda
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærurnar sem frummælendur voru með á fundinum:
- Ávarp - Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
- Setning og fundarstjórn - Tryggvi Jónsson, formaður FRV
- Mikilvægi innviða og helstu niðurstöður - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Innvidir-a-Islandi_Sigurdur_Harpa_2017-10-05
- Vegir og flugsamgöngur - Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá Mannviti Vegakerfid_Vilhjalmur_Harpa_2017-10-05
- Fráveitur og sorpmál - Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur og sviðstjóri hjá EFLU Fraveitur-og-sorpmal_Helga_Harpa-2017-10-05
- Orkuöflun og orkuflutningar - Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur á orkusviði hjá Verkís Orkuoflun_Horn_Harpa_2017-10-05 og Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur á orkusviði Lotu Orkuflutningar_Eymundur_Harpa_2017-10-05
Upptaka af fundinum í Kaldalóni í Hörpu
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum í Kaldalóni í Hörpu 5. október:
https://www.youtube.com/watch?v=P0ExzCBd7xA
Dagskrá fundarins í Kaldalóni í Hörpu
Ávarp formanns SI
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarpi í upphafi fundar Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem fram fór í Kaldalóni í Hörpu.
Hér er hægt að nálgast ávarpið í heild sinni.
Viðtal við framkvæmdastjóra SI
Í ViðskiptaMogganum var birt viðtal við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, þar sem hann ræddi meðal annars um uppbyggingu innviða og helstu niðurstöður skýrslunnar. Hér er hægt að nálgast úrdrátt úr viðtalinu við Sigurð.
Hér er hægt að nálgast viðtal við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni þar sem meðal annars var rætt um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.
Frambjóðendur ræða innviðauppbyggingu
Það ríkti eining meðal frambjóðenda allra flokkanna um mikilvægi uppbyggingu innviða á fundi Samtaka iðnaðarins sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu 17. október og hlutu þeir lófaklapp fundargesta fyrir orð sín þó frambjóðendur greindi á um leiðirnar til að fjármagna uppbygginguna.
Hér er hægt að nálgast frétt og upptöku frá fundinum.