Starfsemi
Hin mikla fjölbreytni sem rúmast innan samtakanna gerir starfið í senn vandasamt og nauðsynlegt. Þess er gætt að leggja áherslu á það sem er sameiginlegt en um leið hlúð að því sértæka. Þetta hefur tekist með svo farsælum og árangursríkum hætti að Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Þjónusta við félagsmenn er annars vegar við einstök fyrirtæki og starfsgreinahópa en hins vegar þverfagleg, s.s. í gæðamálum, menntamálum og markaðs- og kynningarmálum.
Meðal þess sem Samtök iðnaðarins fást við er að:
- Bæta almennt rekstrarumhverfi með því að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda
- Fylgjast með alþjóðlegri þróun í atvinnurekstri
- Fylgjast með og hafa áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, einkum gagnvart ESB
- Stuðla að hagkvæmum rekstri með því að innleiða nýjar og bættar aðferðir við stjórnun og rekstur
- Gæta þess að farið sé að reglum á markaði
- Efla samstarf fyrirtækja
- Veita þjónustu og ráðgjöf
Skrifstofa Samtaka iðnaðarins er til húsa á 4. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík.
Hér er hægt að sækja um aðild að SI.