Starfsemi

Innan Samtaka iðnaðarins eru 1.700 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Þau eru mjög ólík innbyrðis, hvort sem litið er til stærðar, framleiðslu eða markaða. 

Hin mikla fjölbreytni sem rúmast innan samtakanna gerir starfið í senn vandasamt og nauðsynlegt. Þess er gætt að leggja áherslu á það sem er sameiginlegt en um leið hlúð að því sértæka. Þetta hefur tekist með svo farsælum og árangursríkum hætti að Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Þjónusta við félagsmenn er annars vegar við einstök fyrirtæki og starfsgreinahópa en hins vegar þverfagleg, s.s. í gæðamálum, menntamálum og markaðs- og kynningarmálum.

Meðal þess sem Samtök iðnaðarins fást við er að:

  • Bæta almennt rekstrarumhverfi með því að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda
  • Fylgjast með alþjóðlegri þróun í atvinnurekstri
  • Fylgjast með og hafa áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, einkum gagnvart ESB
  • Stuðla að hagkvæmum rekstri með því að innleiða nýjar og bættar aðferðir við stjórnun og rekstur
  • Gæta þess að farið sé að reglum á markaði
  • Efla samstarf fyrirtækja
  • Veita þjónustu og ráðgjöf

Skrifstofa Samtaka iðnaðarins er til húsa á 4. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík.