Iðnþing 1999
Iðnþing 1999
Nýir framleiðsluhættir í iðnaði á Íslandi, viðurkenning Verðlaunasjóðs iðnaðarins, Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar.
Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Evrópska ánægjuvogin – European Customer Satisfaction Index. Aðalfundarstörf
Formót Iðnþings Samtaka iðnaðarins 1999
Á formóti Iðnþings var athyglinni beint að nýjum framleiðsluháttum í iðnaði á Íslandi. Þar fjölluðu 5 valinkunnir stjórnendur í íslenskum iðnfyrirtækjum um nýjungar í rekstri og stjórnun í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa. Þeir ræddu einnig spurninguna „Hvernig náum við árangri á heimsmælikvarða? Lesa meira
Viðurkenning Verðlaunasjóðs iðnaðarins
Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins 26. febrúar 1999 veitti hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Helga Kristbjarnarsyni viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins fyrir frumkvöðulsstarf á sviði iðnaðar.
Lesa meiraRæða Haraldar Sumarliðasonar formanns SI
Ræða Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra
Góðir Iðnþingsgestir. Nú við aldahvörf er velsæld meiri á Íslandi og byggð á traustari grunni en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Síðustu ár hafa verið okkur Íslendingum einstaklega hagstæð. Þar tala hagstærðir sínu máli. Hagvöxtur hefur verið mikill, verðbólga lág, atvinnuleysi nánast útrýmt, skuldir lækkaðar og útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála stóraukin. Framleiðni í atvinnulífinu hefur aukist hröðum skrefum, erlend fjárfesting margfaldast, kaupmáttur hefur vaxið meira en áður eru dæmi um og ríkissjóður er rekinn með afgangi og lán hans greidd upp í stórum stíl, innanlands sem utan.
Lesa meiraEvrópska ánægjuvogin (European Customer Satisfaction Index)
Á Iðnþingi í ár mun Dr. Jan Eklöf, prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi, halda erindi um Evrópsku ánægjuvogina (European Customer Satisfaction Index) og segja frá reynslu Svía af mælingum á ánægju viðskiptavina sænskra fyrirtækja og stofnana, sem framkvæmdar hafa verið með reglubundnum hætti allt frá árinu 1989.
Lesa meiraGestur Iðnþings Dr. Jan Eklöf
Dr. Jan Eklöf er prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi - SSE (Stockholm School of Economics) og sérfræðingur við tölfræðideild. Hann er einnig rektor og forseti SSE í St. Pétursborg í Rússlandi.
Lesa meiraNiðurstaða úr stjórnarkjöri Samtaka iðnaðarins
Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.
Lesa meiraÁlyktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins 1999
Aukin samkeppni og alþjóðavæðing gerir kröfur um hagræðingu í atvinnulífinu. Eina svarið sem fyrirtækin eiga við auknum launakostnaði og kröfum almennings um góða samfélagsþjónustu er aukin framleiðni. Kostnaðinum verður ekki velt út í verðlagið eins og áður var. Samkeppnin sér til þess.
Lesa meira