Iðnþing 1999

Iðnþing 1999

Nýir framleiðsluhættir í iðnaði á Íslandi, viðurkenning Verðlaunasjóðs iðnaðarins, Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar.
Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Evrópska ánægjuvogin – European Customer Satisfaction Index. Aðalfundarstörf


Lesa meira

Formót Iðnþings Samtaka iðnaðarins 1999

Á formóti Iðnþings var athyglinni beint að nýjum framleiðsluháttum í iðnaði á Íslandi. Þar fjölluðu 5 valinkunnir stjórnendur í íslenskum iðnfyrirtækjum um nýjungar í rekstri og stjórnun í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa. Þeir ræddu einnig spurninguna „Hvernig náum við árangri á heimsmælikvarða? Lesa meira

Viðurkenning Verðlaunasjóðs iðnaðarins

Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins 26. febrúar 1999 veitti hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Helga Kristbjarnarsyni viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins fyrir frumkvöðulsstarf á sviði iðnaðar.

Lesa meira

Ræða Haraldar Sumarliðasonar formanns SI

Rekstur íslenskra fyrirtækja er afar blómlegur um þessar mundir. Verðmætasköpun þeirra hefur vaxið hratt undangengin ár bæði á alþjóðlegan mælikvarða og í sögulegu samhengi. Nú er svo komið að við erum í einu af efstu sætunum á lista yfir tekjuhæstu þjóðir heims. Atvinna er mikil í landinu og atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist. Lesa meira

Ræða Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra

Góðir Iðnþingsgestir. Nú við aldahvörf er velsæld meiri á Íslandi og byggð á traustari grunni en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Síðustu ár hafa verið okkur Íslendingum einstaklega hagstæð. Þar tala hagstærðir sínu máli. Hagvöxtur hefur verið mikill, verðbólga lág, atvinnuleysi nánast útrýmt, skuldir lækkaðar og útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála stóraukin. Framleiðni í atvinnulífinu hefur aukist hröðum skrefum, erlend fjárfesting margfaldast, kaupmáttur hefur vaxið meira en áður eru dæmi um og ríkissjóður er rekinn með afgangi og lán hans greidd upp í stórum stíl, innanlands sem utan.

Lesa meira

Evrópska ánægjuvogin (European Customer Satisfaction Index)

Á Iðnþingi í ár mun Dr. Jan Eklöf, prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi, halda erindi um Evrópsku ánægjuvogina (European Customer Satisfaction Index) og segja frá reynslu Svía af mælingum á ánægju viðskiptavina sænskra fyrirtækja og stofnana, sem framkvæmdar hafa verið með reglubundnum hætti allt frá árinu 1989.

Lesa meira

Gestur Iðnþings Dr. Jan Eklöf

Dr. Jan Eklöf er prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi - SSE (Stockholm School of Economics) og sérfræðingur við tölfræðideild. Hann er einnig rektor og forseti SSE í St. Pétursborg í Rússlandi.

Lesa meira

Niðurstaða úr stjórnarkjöri Samtaka iðnaðarins

Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.

Lesa meira

Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins 1999

Aukin samkeppni og alþjóðavæðing gerir kröfur um hagræðingu í atvinnulífinu. Eina svarið sem fyrirtækin eiga við auknum launakostnaði og kröfum almennings um góða samfélagsþjónustu er aukin framleiðni. Kostnaðinum verður ekki velt út í verðlagið eins og áður var. Samkeppnin sér til þess.

Lesa meira