Félag ráðgjafar­verkfræðinga, FRV

Ráðgjafarverkfræðingar hafa með höndum víðtæka starfsemi á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, hönnunar og verkefnastjórnunar svo fátt eitt sé nefnt.

FRV_1603289231836

Félag ráðgjafarverkfræðinga er hagsmunafélag verkfræðistofa á Íslandi. Helsta markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og stuðla að bættum starfsskilyrðum og samkeppnishæfni þeirra. 

Félagið var stofnað árið 1961 en gekk til liðs við Samtök iðnaðarins árið 2013. Sökum eðlis starfseminnar hafa ráðgjafarverkfræðingar snertiflöt við nánast allt atvinnulíf og framkvæmdir í landinu. 

Tengiliður hjá SI: Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, bjartmar@si.is, s. 8689451.

Stjórn FRV


Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2022

 • Reynir Sævarsson, formaður, Efla
 • Guðjón Jónsson, VSÓ ráðgjöf
 • Haukur J. Eiríksson, Hnit
 • Hjörtur Sigurðsson, VSB
 • Ólöf Helgadóttir, Lotu

Varamaður í stjórn:

 • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2021

 • Reynir Sævarsson, formaður, Efla
 • Guðjón Jónsson, VSÓ ráðgjöf
 • Haukur J. Eiríksson, Hnit
 • Hjörtur Sigurðsson, VSB
 • Ólöf Helgadóttir, Lotu

Varamaður í stjórn:

 • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2020

 • Formaður: Reynir Sævarsson, Efla
 • Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit
 • Guðjón Jónsson, VSÓ
 • Haukur J. Eiríksson, Hnit
 • Ólöf Helgadóttir, Lota

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2019

 • Formaður: Reynir Sævarsson, Efla
 • Gunnar Sverrir Gunnarsson, Mannvit
 • Guðjón Jónsson, VSÓ
 • Kristinn Guðjónsson, Hnit
 • Ólöf Helgadóttir, Lota 

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2018 

 • Formaður: Tryggvi Jónsson, Mannvit 
 • Ólöf Helgadóttir, Lota 
 • Kristinn Guðjónsson, Hnit 
 • Reynir Sævarsson, Efla
 • Guðjón Jónsson, VSÓ

Stjórn FRV kosin á aðalfundi félagsins 2017 

 • Formaður: Tryggvi Jónsson, Mannvit
 • Ólöf Helgadóttir, Lota
 • Kristinn Guðjónsson, Hnit
 • Arinbjörn Friðriksson, Efla
 • Guðjón Jónsson, VSÓ

Lög FRV


Hér er hægt að nálgast lög FRV sem samþykkt voru á aðalfundi 14. maí 2018.

Siðareglur

1. Siðareglur þessar eru settar af stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga („FRV“) samkvæmt heimild í 13. gr. laga FRV. Með ráðgjafa í þessum reglum er bæði átt við aðildarfyrirtæki FRV og þá einstaklinga er hjá þeim starfa við ráðgjöf.

2. Ráðgjafi skal ávallt haga störfum sínum í samræmi við siðareglur þessar.

3. Til þess að siðareglna sé gætt skal ráðgjafi:

i. Gera sér ljóst mikilvægi ráðgjafarþjónustu almennt í samfélaginu.

ii. Leita lausna sem eru samræmanlegar meginreglum sjálfbærrar þróunar.

iii. Stuðla ætíð að virðingu, stöðu og góðu orðspori ráðgjafa.

iv. Viðhalda þekkingu og færni þannig að þessir þættir séu í samræmi við þróun á sviði tækni, löggjafar og stjórnunar, og sýna viðeigandi færni, umhyggju og iðni í þeirri þjónustu sem skjólstæðingum er veitt.

v. Veita einungis þá þjónustu sem hann er hæfur til.

vi. Ávallt vinna í þágu réttmætra hagsmuna skjólstæðingsins og veita alla þjónustu af heilindum og   trúnaði.

vii. Sýna hlutleysi við ráðgjöf, í mati og við töku ákvarðana.

viii. Upplýsa skjólstæðinginn um alla mögulega hagsmunaárekstra sem upp gætu komið meðan þjónustan er veitt.

ix. Ekki þiggja þóknun sem gæti haft áhrif á óháð mat.

x. Stuðla að framgangi hæfnisvals við val á ráðgjafa.

xi. Forðast að gera neitt það sem gæti haft áhrif á orðspor eða starfsemi annarra, jafnt beinlínis sem óbeinlínis.

xii. Hvorki beint né óbeint reyna að taka sæti annars ráðgjafa sem valinn hefur verið til ákveðins verks.

xiii. Aldrei taka við verki af öðrum ráðgjafa án þess að tilkynna það viðkomandi ráðgjafa fyrst og fá skriflega staðfestingu skjólstæðings þess efnis að fyrri samningi hafi verið sagt upp.

xiv. Sýna viðeigandi framkomu og tillitssemi, sé viðkomandi beðinn um að leggja mat á störf annarra.

xv. Hvorki bjóða né þiggja þóknun af neinu tagi sem annað hvort virðist vera eða er til þess að: a) hafa áhrif á valferli eða greiðslur til ráðgjafa og/eða skjólstæðinga þeirra eða b) reyna að hafa áhrif á hlutlaust mat ráðgjafa.

xvi. Eiga gott samstarf við löglega skipaðan aðila sem vill kynna sér framkvæmd hvers þess samnings um þjónustu eða verk sem um er að ræða.Ákvæði þetta byggir á siðareglum FIDIC, alþjóðasamtökum ráðgjafarverkfræðinga.

4. Stjórnendum aðildarfyrirtækja FRV ber að sjá til þess að siðareglum þessum sé fylgt.

Upphaflega samþykkt 19. október 2000. Síðast breytt á aðalfundi FRV 14. maí 2018.

Yngri ráðgjafar FRV - YR

 

Með Yngri ráðgjöfum (YR) er átt við starfsmenn aðildarfyrirtækja FRV sem eru 40 ára og yngri. Eldri starfsmönnum er ekki ætluð þátttaka í þessu starfi. Hvorki í stýrihópnum né í því félagsstarfi sem hann skipuleggur.

Gert er ráð fyrir að starf YR sé sambærilegt og starf YP (Young Professionals) sem víða er starfrækt í félögum ráðgefandi verkfræðinga erlendis.

Starfi YR er ekki ætlað að fjalla um stéttarfélags- og kjaramál, sem unnið er að á öðrum vettvangi, heldur eingöngu ætlað að sinna faglegu og félagslegu starf yngri starfsmanna aðildarfyrirtækja FRV.

Markmið
Stýrihópurinn leiðir starf Yngri ráðgjafa hjá FRV og gætir þar með hagsmuna yngri ráðgjafa innan FRV. 

Stýrihópnum er ætlað, m.a. með faglegum og félagslegum viðburðum, að styrkja tengslanet yngri ráðgjafa hjá FRV fyrirtækjunum ásamt því að vera fulltrúar yngri ráðgjafa í starfi FRV og stuðla að betri ímynd verkfræðiráðgjafa.

Verkefni
Stýrihópurinn skal:

 

 • skipuleggja viðburði til að styrkja tengslanet yngri ráðgjafa hjá aðildarfyrirtækjunum
 • kynna starfsemi og einstök verkefni FRV fyrirtækjanna sem áhugaverðan starfsvettvang fyrir yngri verkfræðinga
 • halda tengsl við erlend samtök yngri ráðgjafa
 • annast samskipti við meðlimi og utanaðkomandi aðila varðandi sjónarmið og afstöðu FRV til einstakra málefna
 • þátttaka í faglegu starfi innan FRV
 • önnur verkefni ákveðin af stjórn FRV 

 

Í starfi sínu skal stýrihópurinn taka tillit til að einstök málefni geta verið samkeppnisatriði milli aðildarfyrirtækjanna.

Meðlimir og starfstímabil
Í stýrihópnum geta verið að hámarki 8 manns og aldrei fleiri en tveir frá hverju fyrirtæki. 

Meðlimir eru tilnefndir af stjórnendum viðkomandi fyrirtækja.

Starfstímabil er að hámarki 5 ár. Meðlimir skulu hætta í stýrihópnum á 38 aldursári.

Stýrihópurinn kýs sér formann og varaformann til eins árs í senn á milli aðalfunda FRV.

Formaðurinn stýrihópsins situr samráðsfundi með stjórn FRV eftir þörfum.

Til að tryggja samskipti og upplýsingaflæði tilnefnir stjórn FRV fulltrúa sinn í YR sem hefur rétt á að sitja alla fundi stýrihópsins og aðgang að öllum upplýsingum hans. Sama gildir um starfsmann FRV sem situr fundi stýrihópsins og aðstoðar í starfi hans eftir þörfum.

Kröfur til þátttakenda
Það er mikilvægt fyrir árangur í YR starfinu að stýrihópurinn sendi skýr merki um ákveðni og ábyrgð varðandi alla þætti starfsins. Í þessu sambandi er mikilvægt að í stýrihópnum séu virkir þátttakendur sem leggja áherslu á þetta innra starf FRV. Þetta þarf að sjálfsögðu vera með fullum stuðningi viðkomandi fyrirtækja. 

Þátttaka í stýrihópi YR hefur í för með sér aðgang að upplýsingum sem geta verið viðkvæmar og þarf að meðhöndla í trúnaði.

Skipulag starfsins
Stýrihópurinn starfar innan þess ramma sem stjórn FRV setur hverju sinni og upplýsir stjórnina reglulega um mikilvægustu þætti YR starfsins. 

Stýrihópurinn skilar árskýrslu til stjórnar FRV.

Stýrihópurinn skal samhæfa starf sitt öðru almennu starfi og áherslum FRV hverju sinni.

Stýrihópurinn getur stofnað vinnuhópa um afmörkuð verkefni. Þá skal skilgreina og afmarka verkefni vinnuhópsins skriflega t.d. í minnisblaði. Þar skal koma fram hvaða aðstoð hópurinn fær frá FRV/SI og hvaða fjárframlög (ef einhver eru) hann hefur til verkefnisins.

Fjárhagsáætlun
Stjórn FRV ákveður fjárhagsáætlun FRV til eins árs í senn. Stýrihópurinn getur sótt um aukafjárveitingu til einstakra viðburða eða verkefna. 

Samþykkt á stjórnarfundi FRV þann 26. apríl 2017