Iðþing 2005

Iðþing er aðalfundur Samtaka Iðnaðarins. Það hefur æðsta vald í öllum málefnum SI og er haldið ár hvert.


Ræða Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra

„Sóknin mun ekki síst byggja á auknum fjárfestingum erlendra aðila á Íslandi og áframhaldandi útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Íslenskt hugvit og áræðni mun skipta þar lykilmáli og verða undirstaðan í fjölbreyttri flóru arðvænlegra sprotafyrirtækja og öflugs hátækni- og þekkingariðnaðar.“

Ræða Vilmundar Jósefssonar formanns SI

„Þetta 12. Iðnþing Samtaka iðnaðarins er helgað umfjöllun um fyrirtæki sem byggja í ríkum mæli á hugviti og hátækni. Horft er til þess hvaða þýðingu þau hafa fyrir efnahagslífið, hvaða skilyrði þarf til þess að fjölga þeim og tryggja vaxtarskilyrði þeirra.“

Ályktun Iðnþings 2005

Ályktun Iðnþings 2005 liggur nú fyrir

Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins 2005

Hörður Arnarson, Marel hf., Loftur Árnason, Ístaki hf., Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári ehf. og Sigurður Bragi Guðmundsson, Plastprenti hf. náðu kjöri til stjórnarsetu Samtaka iðnaðarins. Aðalheiður og Loftur eru ný í stjórninni.

Almenn dagskrá - 18. mars 2005

12:00 - Opin dagskrá

Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins Afhending verðlauna úr Verðlaunasjóði iðnaðarins

  • Ræða formanns, Vilmundar Jósefssonar
  • Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur
  • „Þriðja stoðin“ - Tilboð til stjórnvalda Ingvar Kristinsson, form. Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja

14:10 - Hátækniiðnaður á Íslandi

Samtök iðnaðarins ásamt iðnaðar- og viðaskiptaráðuneytinu hafa látið vinna skýrslu um þróun, stöðu, framtíð og tækifæri hátækniiðnaðar á Íslandi og stöðu og stefnu hans á Norðurlöndum og Írlandi.

Frétt frá Iðnþingi 2011
Staða hátækniiðnaðar á Íslandi eftir sex ár.

Úttekt á skýrslu um hátækniiðnað á Íslandi

14:45 - Skilaboð frá hátæknifyrirtækjum

Hvað þarf til að hátækniiðnaður skili verulegu framlagi til aukins hagvaxtar og bættra lífskjara?

16:15 - Iðnþingi slitið