Iðnþing 2013 - Mörkum stefnuna

Iðnþing 2013 verður haldið 14. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.

 

Iðnþing Samtaka iðnaðarins 2013 verður haldið 14. mars á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00 - 16.00.

 

idnthing2013

Á Iðnþingi verður fjallað um þau efnahagslegu tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. Breytingar á norðurslóðum, alþjóðleg tækniþróun og efnahagsleg framvinda í Evrópu munu eiga stóran þátt í að móta það landslag sem hagkerfi Íslands verður búið. Marka þarf skýra stefnu til framtíðar um hvernig eigi að takast á við þær ógnir sem felast í breytingum á umhverfinu og hvernig eigi nýta þau tækifæri sem skapast.   SKRÁNING Á IÐNÞING   Erindi flytja:  

  • Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
  • Brad Burnham, Managing Partner hjá Union Square Ventures
  • Dr. Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA
  • Matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá BDI, Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi

Erlend erindi verða túlkuð á íslensku

Pallborðsumræður

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
  • Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar
  • Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna
  • Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI stýrir umræðum

Fundarstjóri er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis

  • Brad Burnham er Managing Partner hjá fjárfestingarfyrirtækinu Union Square Ventures í New York. Hann hefur fjárfest í fjölda tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla með árangursríkum hætti, t.d. Twitter og Tumblr. Brad telur að lagaumhverfið á netinu muni versna umtalsvert á næstu árum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Hann hefur lagt til að Íslendingar nýti sér tækifærið og skapi hér á landi kjörlendi nýsköpunar og tækniframfara á netinu, með einföldu lagaumhverfi og umhverfisvænum gagnaiðnaði.
  • Dr. Laurence C. Smith er prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur rannsakað náttúrulega og efnahagslega framvindu á nyrsta parti jarðar, meðal annars á Íslandi. Laurence hefur sett óvenjulega lýðfræði Íslendinga í sérstakt samhengi – ekki síst þegar borið er saman við aðrar norðurþjóðir. Þá hefur hann sett fram margvíslega spádóma og ráðleggingar sem varða hagræna stefnumörkun á norðurslóðum. Hann gaf út bókina The New North: The World in 2050 og er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.
  • Matthias Krämer er framkvæmdastjóri sviðs lítilla og meðalstórra fyrirtækja hjá BDI, Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi. Hann mun ræða efnahagsþróun Evrópu á næstu árum, samkeppnishæfni mismunandi greina og landa, fjármálakreppuna, viðbrögð við henni og skoðanir þýskra iðnrekenda á áhrifum núverandi efnhagsástands á framtíðarhagkerfi í Evrópu.


SKRÁNING Á IÐNÞING


Aðalfundur SI

Aðalfundur SI fer fram kl. 11.00 sama dag og lýkur kl. 12.00.
Félagsmönnum er boðið til hádegisverðar.

SKRÁNING Á AÐALFUND