Matvælafyrirtæki
Matvælaiðnaður á Íslandi skapar 4,6% landsframleiðslunnar sem eru ríflega 122 milljarðar króna og í greininni eru starfandi um 10.400 sem er 5% af heildarfjölda starfandi í landinu.
Fyrirtæki í matvælaiðnaði í Samtökum iðnaðarins eru um 90 talsins og af fjölbreyttum toga. Þar á meðal eru fyrirtæki í brauð- og kökugerð, framleiðslu tilbúinna rétta, kaffiframleiðslu, kjötiðnaði, kornvöruvinnslu, krydd- og bragðefnaframleiðslu, mjólkuriðnaði, sultu- og smjörlíkisgerð, súkkulaði- og sælgætisframleiðsla og snakk- og poppframleiðsla svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig framleiðendur drykkjarvöru og áfengis.
Innan SI er starfrækt Matvælaráð SI sem er vettvangur um stöðu matvælaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda.
Bakarar eru í sérstöku félagi, Landsambandi bakarameistara, sem er með eigin stjórn og fjárhag.
Tengiliður hjá SI: Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gunnar@si.is.