Menntastefna Samtaka iðnaðarins
Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og menntakerfið er ein helsta undirstaða þess að samkeppnishæfni Íslands verði efld.
Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og menntakerfið er ein helsta undirstaða þess að samkeppnishæfni Íslands verði efld. Verðmætasköpun iðnfyrirtækja á Íslandi er 582 milljarðar króna, rösklega ein af hverjum fjórum krónum í íslenska hagkerfinu. Mannauður iðnfyrirtækja er ein grunnforsenda þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns.
Hér er hægt að nálgast menntastefnu SI í PDf-formi.
Iðnaður á Íslandi
Mannauður - 40 þúsund manns
Verðmæti - 582 milljarðar króna
Mikilvægt er að fyrir liggi menntastefna íslensku þjóðarinnar til framtíðar þannig að mannauðurinn búi yfir færni sem stenst samanburð við það sem best gerist. Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum við mótun menntastefnu, enda eru samtökin stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi með 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda innanborðs. Menntastefna Samtaka iðnaðarins tekur mið af þessu. Í stefnunni er horft á þá þætti er varða félagsmenn Samtaka iðnaðarins með beinum hætti en ekki er um að ræða heildstæða sýn á menntakerfi landsins. Ný menntastefna samtakanna byggir á fyrri stefnu en aukin áhersla er nú lögð á það sem talið er að verði lykilfærni starfsmanna framtíðarinnar og þær nauðsynlegu kerfisbreytingar sem þurfa að verða til að markmiðin nái fram að ganga.
Færni framtíðarinnar - Topp 10
1. Lausnamiðuð hugsun2. Gagnrýnin hugsun
3. Sköpun
4. Mannauðsstjórnun
5. Samskipti og samstarf
6. Tilfinningagreind
7. Ákvarðantaka og dómgreind
8. Þjónustumiðun
9. Samningatækni
10. Aðlögunar- og þróunarhæfni
Framtíðarsýnin
Árið er 2018. Það standa mörg spjót á íslenska menntakerfinu og úrlausnarefnin eru margvísleg. Á sama tíma og Íslendingar verja mestum fjármunum hlutfallslega til grunnskólakerfisins innan OECD benda árangursmælikvarðar eins og PISA til þess að frammistaða íslenskra nemenda sé um margt lakari en jafnaldra þeirra í öðrum ríkjum. Frammistaða í raungreinum hefur versnað á síðasta áratug og hlutfall nemenda sem ekki geta lesið sér til gagns hefur hækkað til muna. Brottfall úr framhaldsskólum er með því hæsta innan OECD og íslenskir framhaldsskólanemendur velja mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Rannsóknir sýna að oft fara áhugi og námsval íslenskra nemenda ekki saman sem birtist í því að nemendur sækja ekki eða er ekki beint á réttar brautir. Fjárveitingar til háskólastigsins eru lágar í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir að eftirspurn eftir háskólanámi hafi aukist til muna síðustu áratugi. Sárlega skortir einstaklinga með iðnmenntun og einstaklinga með raungreina- og tæknimenntun í takt við þarfir atvinnulífs. Íslenskt menntakerfi er óskilvirkt í að leiða saman færni mannauðs og tækifæri á vinnumarkaði. Færnimisræmi hefur skapast hér á landi og aukist til muna frá því sem áður var. Markvissra umbóta er þörf í menntakerfi Íslands.
Árið er 2050. Breytileiki í velmegun þjóða ræðst af færni mannauðs í hverju landi, nýsköpun, hátækni, handverki og hugviti. Tæknin hefur tekið yfir störf sem fela í sér miklar endurtekningar og eru í fyrirsjáanlegu og skipulögðu umhverfi. Margar greinar sem byggja á handverki og hugviti þjóna þó áfram mikilvægu hlutverki í hagkerfinu þó að hæfnikröfur hafi þróast. Nýsköpunarsamfélagið hefur tekið á sig mynd en iðngreinar standa enn traustum fótum. Menntakerfið hefur þróast með þeim hætti að það leiðir saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt. Byggt er á hagnýtingu færnispáa, atvinnustefnu og markvissu þróunarstarfi. Menntakerfið ræktar þekkingu, leikni og hæfnieinstaklinga og styður þannig við efnahagslega velmegun og lífsgæði einstaklinga. Í grunnnámi er lögð áhersla á greinandi hugsun, sköpun, tækni og aðferðafræði í samræmi við þá færni sem einkennandi er fyrir störf framtíðarinnar. Nýstárleg menntatækni hefur leyst hefðbundnar kennsluaðferðir af hólmi með tilheyrandi aukningu í framleiðni og hagkvæmni. Markviss vinna með tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar á sér stað um leið og byggt er á sérstöðu íslensks samfélags hvað varðar smæð og sveigjanleika. Einstaklingsmiðað nám þar sem unnið er með hlutfallslega yfirburði einstaklinga er nú í öndvegi. Þannig beinir menntakerfið nemum á réttar brautir í framhaldsnámi og háskólanámi og vinnur með hæfileika einstaklinga. Kerfið býr einnig yfir fjölmörgum leiðum og tækifærum fyrir erlent starfsfólk og nemendur. Rík áhersla er lögð á endurmenntun, starfsþróun, raunfærnimat og fullorðinsfræðslu samfara hækkandi lífaldri.
Markmið og aðgerðir
Meginstefnumið í menntastefnu Samtaka iðnaðarins er að efla íslenskt menntakerfi með markvissum aðgerðum í samstarfi atvinnulífs og skóla þannig að færniþörf atvinnulífsins verði mætt á hverjum tíma. Stefnan byggir á markmiðum er varða þrjár meginstoðir í menntakerfinu þegar kemur að hagsmunum félagsmanna Samtaka iðnaðarins:1. Fjölga iðnmenntuðum á vinnumarkaði
2. Styðja við nýsköpun og hugvitsdrifið hagkerfi til framtíðar
3. Efla menntaúrræði fyrir starfandi á vinnumarkaði í dag
Að auki eru skilgreind tvö markmið sem ganga þvert á þau þrjú sem nefnd eru hér fyrir ofan og eru í raun forsenda þess að árangur náist
4. Styðja betur við starfsumhverfi kennara, kennsluhætti og kennaramenntun5. Styrkja samtal atvinnulífs og skóla um nauðsynlega kerfisbreytingar og markvissa ákvarðanatöku
Markmið og aðgerðir
1. Fjölga iðnmenntuðum á vinnumarkaði
- 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030.
- Vinna gegn kerfislægum vanda starfsmenntunar er varðar námsframvindu, námslok og tækifæri nemenda til framgangs að námi loknu.
- Styrkja með markvissum aðgerðum ímynd náms og starfa er tengjast iðnmenntun, m.a. með því að vinna gegn fordómum og ímyndarvanda og efla vitund um mikilvægi starfsmenntunar.
- Vinna gegn kynbundinni ímynd starfa í iðnnámi.
- Styrkja byggðir landsins með því að opna leiðir til náms í heimabyggð, t.d. með auknu starfsnámi á vinnustað, fjarnámi og auknum sveigjanleika.
- Auka veg list- og verkgreina í grunnskólum með því að endurskoða viðmiðunarstundaskrár list- og verkgreina á því skólastigi.
- Tryggja að skólar fylgi gildandi viðmiðum um list- og verkgreinar í grunnskólum á hverjum tíma.
- Auka áherslu á starfs- og námskynningar og stuðla að því að slíkar kynningar endurspegli starfsnám jafnt sem bóknám.
- Vinna markvisst að tillögum að leiðum til að endurskipuleggja nám á framhaldsskólastigi svo að samfella verði í námi úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla.
- Einstaklingar eru þannig betur undir það búnir að velja nám og starf. Með þessu hafa félagslegir þættir, búseta og reynsla af atvinnuþátttöku minni áhrif en nú er.
- Aukin áhersla lögð á sameiginlegan námsgrunn sem nýtist bæði í iðnnámi og bóknámi.
2. Styðja við nýsköpun og hugvitsdrifið hagkerfi til framtíðar
- Hlutfall brautskráðra á háskólastigi í STEM greinum verði 25% árið 2025.
- STEM tekur til menntunar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.
- Aukin áhersla á færni framtíðarinnar í menntakerfinu.
- Efla og hvetja til nýsköpunar og nýstárlegrar kennslutækni á öllum skólastigum.
- Auka áherslu á forritun og raun- og tæknigreinar frá yngstu stigum grunnskóla.
3. Efla menntaúrræði fyrir starfandi á vinnumarkaði í dag
- Auka framboð á raunfærnimati á íslensku og erlendum tungumálum.
- Efla úrræði fyrir erlent starfsfólk, þróa markvisst raunfærnimat og skapa grundvöll fyrir fjarnámi vegna bóklegs náms.
- Endurskoða regluverk fullorðinsfræðslu og endurmenntunar þannig að fleirum sé gert kleift að bjóða endurmenntun og að aukið svigrúm og sveigjanleiki sé í kerfinu.
- Koma á fót námi á fagháskólastigi í samvinnu framhaldsskóla og háskóla.
- Þróa og koma á raunfærnimati á háskólastigi.
4. Styðja betur við starfsumhverfi kennara, kennsluhætti og kennaramenntun
- Endurskoða kennaranám með það að markmiði að stytta námið í þrjú ár auk eins árs sem er launað starfsnám.
- Auka áherslu á innra og ytra gæðamat í skólastarfi.
- Skilgreina ný viðmið í kennaramenntun í raun- og tæknigreinum.
- Endurskoða nám til kennsluréttinda fyrir þá sem sinna stundakennslu í list- og verkgreinum og fyrir þá sem kenna iðngreinar í starfsnámi með það að leiðarljósi að fjölga kennurum með fagþekkingu í þessum störfum.
5. Styrkja samtal atvinnulífs og skóla um nauðsynlegar kerfisbreytingar og markvissa ákvarðanatöku
- Vinna gegn brottfalli úr framhaldsskóla með greiningarvinnu og aðgerðum á grunnskólastigi samhliða öflugu samstarfi við atvinnulífið um kynningu á námsframboði og störfum.
- Endurskoða hlutverk og umboð starfsgreinaráða, koma á öflugum samráðsvettvangi atvinnulífs og skóla þar sem fyrir liggur skýrt umboð.
- Vinna við færnispá og færniþörf á vinnumarkaði fari í formlegt ferli fyrir landið allt og einstaka landshluta.
- Vinna að markvissri innleiðingu hæfniramma um íslenska menntun með áherslu á hæfniviðmið starfa.
- Auka upplýsingaöflun um íslenska menntakerfið með alþjóðlegan samanburð í huga.
Hér fyrir neðan er menntastefna Samtaka iðnaðarins á ensku:
Education – cultivating human resources
The role of the education system is to cultivate people's knowledge, intelligence and skills and thereby support economic prosperity. A strong education system links up human resource skills to the needs of business at any given time, with the emphasis on effectiveness and efficiency. The level of education of a society has a significant effect on its prosperity.
The Icelandic education system is facing many issues, with many different challenges to be met. It is important for there to be policies on future education in Iceland to enable Iceland's human resources to match up to the best on offer. In addition, this future vision should only not be based on the new world view up ahead, but also set out the areas in which we wish to carve out our own niche, including education and skills. A high-quality industrial policy is the basis for decisions in this context in both the long and short term.
Background
While Iceland spends the most money relative to GDP on primary education of all OECD countries, performance indicators such as PISA reveal that Icelandic students considerably underperform as compared to their peers in other countries. Achievement in sciences has fallen over the last decade, and the proportion of students unable to read for their own benefit has risen considerably. Drop-out rates from secondary education are among the highest in the OECD, and fewer Icelandic secondary-school students opt for vocational and professional training than their peers in other OECD countries. Research shows that the study choices made by Icelandic students are often not in line with their interests, meaning that they end up following or are directed to the wrong study path. Investment in university education is low in comparison to other countries, despite the fact that the demand for university studies has increased considerably over recent decades. It is, however, a fact that more money is no guarantee of more success.
A skills mismatch has emerged in Iceland. On the one hand, there is a shortage of workers with vocational education. On the other, there is a shortage of people with scientific and technological qualifications to meet the needs of business in the 21st century. This impairs competitiveness of the human capital in comparison to other countries. Effective reforms are needed in the Icelandic education system to counter this crisis.
Future vision
The year is 2050. Differences in prosperity between countries stem from the different skills of their human resources, innovation, technology, craft and ingenuity. Technology has taken over jobs which are highly repetitive and are performed in a predictable and organised environment. However, many sectors based on craft and ingenuity continue to play an important role in the economy, despite the fact that skill requirements have developed. The innovation society has taken shape, but trades are still on a firm footing. The education system has developed to effectively and efficiently link up human-resource skills to the needs of the economy. Efforts are based on skills forecasts, employment policy and targeted development activities. The education system cultivates people's knowledge, intelligence and skills, thereby promoting economic prosperity and quality of life.
Primary education focuses on analytical thinking, creativity, technology and methodology, in line with the skills characteristics of the jobs of the future. Innovative educational technology has taken over from traditional pedagogical techniques, with a concomitant increase in productivity and efficiency. Considerable efforts are made to take advantage of the opportunities afforded by the fourth industrial revolution, while building on the strengths of Icelandic society relating to the country's small size and level of flexibility.
Personalized studies, which capitalize on each person's strengths and values is now a central feature of the Icelandic education system. In this way, the education system guides students on the right path in their secondary and university education and works with the skills of individuals. The system also offers numerous avenues and opportunities for foreign workers and students. Special focus is on re-education and training, career development, skills assessment and adult education, in step with rising life expectancy.
Possible improvements
The following three factors are essential to developing a future vision:
- An extensive consultation forum for industry, schools and authorities on future education policy.
- Targeted policy-making, perseverance and long-term vision across political party lines.
- Research on the characteristics of the Icelandic education system and gathering of improved data with international comparison in mind.
Objective 1
Getting more people with vocational training onto the labour market
- 20% of
primary-school students to opt for vocational education by 2025 and 30% by
2030.
- Address the
systemic problems of vocational training as regards study progress, graduation
and post-study opportunities.
- Take targeted
action to bolster the image of study and jobs linked to vocational training,
including combating prejudice and image issues, and raise awareness of the
importance of vocational training.
- Combat the
gender stereotypes surrounding work in vocational training.
- Support rural
areas by making study opportunities available locally, e.g. by raising the
number of traineeships in the workplace, increasing funding and improving
flexibility.
- Give greater weight
to arts and crafts subjects in primary schools by reviewing the reference
timetables for arts and crafts at that level.
- Ensure
schools are following current criteria on arts and crafts in primary education
at all times.
- Provide more
focus on job and study presentations and make efforts to ensure that such
presentations reflect both vocational training and academic study.
- Target
efforts to come up with proposals for ways to reorganise study at the
secondary-school level to ensure continuity between primary school and
secondary school.This will better enable people to choose studies and jobs.
Social factors, place of residence and employment experience will have less of
an effect than now.A greater focus on a common educational background is useful
for both vocational training and academic study.
Objective 2
Promoting innovation-driven economy for the future
- Proportion of
university students graduating in STEM subjects (science, technology,
engineering and mathematics) to be 25% by 2025.
- Put greater
focus on the skills of the future in the education system.
- Bolster and
encourage innovation and innovative educational technology at all levels of
education.
- Put greater focus on programming and science and technology subjects from the youngest levels of primary education.
Objective 3
Improving educational resources for those working in the labour market today
- Increase the
offer of validation of prior learning (VPL) in Icelandic and foreign languages.
- Improve
resources for foreign workers, develop targeted validation of prior learning (VPL) and lay the
foundations for distance academic study.
- Review the
regulatory framework for adult education and training to enable more employers
to offer retraining and bring more leeway and flexibility to the system.
- Introduce
study at vocational universities in co-operation with secondary schools and
universities.
- Develop and introduce validation of prior learning (VPL) at the university level.
Objective 4
Greater support for teachers' working environment, teaching methods and teacher training
- Review teacher
training with a view to shortening the length of the study to three years, plus
one year of paid on-the-job training.
- Put greater
focus on internal and external quality assessment in school activities.
- Define new
criteria for teacher training in science and technology subjects.
- Review teacher qualification training for those teaching arts and crafts subjects part-time and those teaching trades in vocational training, with the aim of increasing the number of teachers with professional expertise in these jobs.
Objective 5
- Clamp down on
drop-out rates in secondary schools, by means of analysis and measures at the
primary-school level and close co-operation with business on presenting study
and work opportunities.
- Review the
role and powers of occupational boards and set up a solid consultation forum
for business and schools with a clear purview.
- Ensure work
conducted on skills forecasts and needs in the labour market follows a formal
procedure for the country as a whole and individual regions.
- Put forth
effort to effectively introduce a skills framework for Icelandic education,
with the focus on skills criteria for jobs.
- Gather more
information on the Icelandic education system, with a view to international
comparison.