Íslenskt láttu það ganga

Samtök iðnaðarins eru aðilar að átaksverkefninu Íslenskt láttu það ganga.

Íslenskt láttu það ganga er átaksverkefni stjórnvalda og atvinnulífs sem sett var á laggirnar til að vekja athygli á og hvetja til þess að landsmenn velji íslenskar vörur, þjónustu og verslanir. Að átakinu standa atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið ásamt Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samorku og Bændasamtökum Íslands. Tilgangur átaksins er að hvetja landsmenn, almenning og fyrirtæki til viðskipta við innlenda aðila á fjölbreyttum sviðum, við val á framleiðslu, vörum og þjónustu. Með vali á innlendri framleiðslu- og þjónustustarfsemi verður til hringrás sem stuðlar að nýjum störfum, verðmætasköpun og efnahagslegum stöðugleika.

Á vefsíðunni gjoridsvovel.is er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Auglýsingar

Samningur var gerður við auglýsingastofuna Brandenburg um framleiðslu auglýsinga sem birtar hafa verið í öllum helstu miðlum.

Hér er hægt að nálgast sjónvarpsauglýsingu átaksins.

Saga íslenskra vara

Hluti af átakinu var að segja sögu íslenskra vara í stuttum myndböndin.

Hér er hægt að nálgast myndböndin.

Sjónvarpsþáttur

Fyrir jólin 2020 var efnt til skemmtiþáttar í beinni útsendingu á Stöð 2 í tengslum við átakið. Skot Productions framleiddi þáttinn.

Hér er hægt að nálgast þáttinn.

Kynningarefni

Hér er hægt að nálgast kynningarefni átaksins fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í því.

2020-09-10-all_1635346744285