Orkuskipti
Vefurinn orkuskipti.is var opnaður 18. október 2022 og nýjar upplýsingar kynntar 14. nóvember 2024.
Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka, Efla og Grænvangur stóðu fyrir opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu 14. nóvember 2024 þar sem kynntar voru nýjar upplýsingar á vefnum orkuskipti.is þar sem eru aðgengilegar upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti, alþjóðlegan samanburð og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.
Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.
Dagskrá
- Hvers vegna að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi? Hvað hefur breyst síðustu tvö ár sem kallar á uppfærðan orkuskiptavef? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fer stuttlega yfir málið.
- Hvaða nýju upplýsingar er verið að kynna og á hverju byggja þær? Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU.
- Umræður Guðmundur Þorbjörnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.
Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.
Meðal nýrra upplýsinga
Meðal nýrra upplýsinga sem kynntar voru á fundinum:
- Ísland flytur inn olíu fyrir um 160 milljarða króna á ári og því til mikils að vinna að ná fram þriðju orkuskiptunum.
- Ísland er í 22. sæti yfir orkuframleiðslu á mann af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa. Við stöndum þó fremst þegar kemur að framleiðslu á endurnýjanlegri orku á mann.
- Orkunotkun á mann á Íslandi er sú 10. mesta í heiminum, við sitjum þar á milli Kanada og Bandaríkjanna en notum ekki mikið meiri orku á höfðatölu en til dæmis Noregur og Svíþjóð. Orkunotkun heimilanna er þó meiri en á hinum Norðurlöndunum.
- Vegna landslags og legu Íslands eru vatnsafl, jarðvarmi og vindorka á landi hagkvæmir kostir hérlendis. Sólarorka og vindorka á hafi eru sem stendur ekki hagkvæmir orkukostir við íslenskar aðstæður. Sjávarorka og fljótandi vindmyllur á hafi nýta tækni sem er enn í þróun og ekki samkeppnishæf við áðurnefnda kosti, en gætu orðið það á næstu áratugum.
Upptaka af fundinum
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
Auglýsing
Umfjöllun
mbl.is, 14. nóvember 2024.
Vefurinn Orkuskipti.is opnaður í Kaldalóni í Hörpu 2022
Fjölmennt var á fundi þar sem vefurinn orkuskipti.is var formlega opnaður í Kaldalóni í Hörpu 18. október 2022. Á fundinum var kynnt ný greining Eflu um efnahagsleg áhrif orkuskipta þar sem helstu niðurstöður eru birtar á vefnum. Á fundinum ræddu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, um tilurð og markmið verkefnisins. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, opnaði vefinn og kynnti innihald hans. Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur og orkumálaráðgjafi hjá Eflu, fór yfir greiningu um efnahagsleg áhrif orkuskipta á Ísland. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, var með samantekt. Í lok fundar flutti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarp. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, var fundarstjóri. Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla standa að vefnum orkuskipti.is þar sem eru aðgengilegar upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.
Meðal þess sem kemur fram á vefnum orkuskipti.is er eftirfarandi:
- Markmið stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
- Orkuskipti eru nauðsynleg til að ná þessum markmiðum og stuðla um leið að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands.
- Orkuskipti ganga út á að hætta að nota óendurnýjanlega orkugjafa eins og olíu og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatn, jarðvarma, vind og sól.
- Ísland notar um milljón tonn af olíu árlega sem kostar um 100 milljarða króna sem jafngildir verðmæti alls afla úr sjó við Ísland í 6 mánuði.
- Af innfluttri olíu skiptist notkunin í 52% fyrir flugvélar, 26% fyrir skip, 15% fyrir stærri ökutæki og 7% fyrir bíla.
- Jarðhitinn er helsti orkugjafi Íslands. Um 60% af frumorkunotkuninni er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Um 25% frumorkunotkunar er raforka sem ýmist er unnin úr vatnsafli eða jarðhita. 15% frumorkunotkunar er olía.
- Skipting orkunotkunar Íslands án húshitunar er 60% raforka og 40% olía. Ísland telst nettó innflytjandi á orku þar sem orkuframleiðsla hér á landi dugar ekki fyrir orkunotkun.
- Efnahagslegur ávinningur Íslands af orkuskiptum fram til ársins 2060 getur numið 1.400 milljörðum króna sem samsvarar fjármögnun heilbrigðiskerfisins í nær 5 ár.
- Heildarumfang fjárfestinga í raforkukerfinu vegna orkuskipta er talið vera um 800 milljarðar króna sem samsvarar byggingu 10 nýrra Landspítala.
- Orkuskiptin munu draga verulega úr losun Íslands eða sem nemur 88 milljónum tonna CO2 ígilda. Verðmæti þess eru um 500 milljarðar króna.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast efni fundarins.
Greining Eflu
Hér er hægt að nálgast greiningu Eflu.
Glærur fundarins
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Myndir
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum í Hörpu.
Myndir/BIG
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur og orkumálaráðgjafi hjá Eflu.
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Umfjöllun
Vísir/Stöð 2, 18. október 2022.
mbl.is, 18. október 2022.
RÚV - kvöldfréttir, 18. október 2022.
Kastljós, 18. október 2022.
Morgunblaðið, 19. október 2022.
Fréttablaðið, 19. október 2022.
RÚV - Samfélagið, 19. október 2022.
Bylgjan - Reykjavík síðdegis, 19. október 2022.
Viðskiptablaðið, 19. október 2022.