Málmur - samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur Málms er að vinna að hagsmunum aðildarfyrirtækja og efla samkeppnishæfni þeirra og arðsemi

Málmur

Frá 1992 hefur félagið starfað undir nafninu Málmur  samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Árið 1993 komu þau að stofnun Samtaka iðnaðarins í gegnum Samband Málm- og skipasmiðja. Félagið hefur það að markmiði að auka vöxt og vegsemd málmiðnaðarins, meðal annars með aukinni framleiðni og skýrri menntastefnu innan greinarinnar. 

Málmiðnaður er tæknigrein framtíðarinnar og ljóst að framtíðin er björt – ef rétt er staðið að málum. Þar skiptir mestu máli að nýta þekkingu og hæfni til að komast í fremstu röð. Slíkt krefst skipulegrar og markvissrar vinnu innan samtakanna sem og í fyrirtækjunum. 

Tengiliður hjá SI: Guðný Hjaltadóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gudnyh@si.is.

Stjórn


Stjórn Málms 2024

  • Daníel Óli Óðinsson, JSÓ ehf., formaður
  • Eðvarð Ingi Björgvinsson, Héðinn hf.
  • Guðmundur Hannesson, Kælismiðjan Frost ehf.
  • Ingólfur Þór Ævarsson, Marel hf.
  • Páll Kristjánsson, Slippurinn Akureyri ehf.
  • Ólafur R. Guðjónsson, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar ehf.
  • Ólafur Ormsson, Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf.
  • Rannveig Jónsdóttir, Ferro Zink hf.
  • Sigurður Jónsson, G. Skúlason ehf.

Fyrri stjórnir

Stjórn Málms 2023

Stjórn Málms 2022 

Stjórn Málms 2021

  • Helgi Guðjónsson, formaður, Marel,
  • Bjarni Thoroddsen, Stálsmiðjan-Framtak,
  • Stefán Sigurðsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur,
  • Eiríkur S. Jóhannesson, Slippurinn Akureyri,
  • Freyr Friðriksson, KAPP,
  • Daníel Óli Óðinsson, JSÓ,
  • Ólafur R. Guðjónsson, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar,
  • María Jónsdóttir, Héðinn hf.,
  • Rannveig Jónsdóttir, Ferro Zink

Stjórn Málms 2020

  • Helgi Guðjónsson, formaður, Marel
  • Reynir Eiríksson, varaformaður, FerroZink
  • Bjarni Thoroddsen, Stálsmiðjan-Framtak
  • Stefán Sigurðsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur
  • Eiríkur Jóhannesson, Slippurinn Akureyri
  • Jón Þór Þorgrímsson, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf
  • Freyr Friðriksson, KAPP ehf
  • Ólafur R. Guðjónsson, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar

Stjórn Málms 2019

  • Guðlaugur Þór Pálsson, formaður, Frostmark
  • Auður Hallgrímsdóttir, varaformaður, JSÓ
  • Bjarni Thoroddsen, Stálsmiðjan-Framtak
  • Stefán Sigurðsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur
  • Eiríkur Jóhannesson, Slippurinn Akureyri
  • Jón Þór Þorgrímsson, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf
  • Helgi Guðjónsson, Marel
  • Reynir Eiríksson, FerroZink
  • Ólafur R. Guðjónsson, Vélasmiðja Ólafs R. Guðjónssonar 

Lög

Lög félagsins

1. grein

Félagið heitir MÁLMUR - samtök fyrirtækja í málmiðnaði. Félagið starfar innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein

Markmið félagsins er:

- að sameina öll fyrirtæki innan málmiðnaðarins

- að vinna að hagsmunum aðildarfyrirtækja

- að efla samkeppnishæfni þeirra og arðsemi

- að vinna að bættri menntun innan starfsgreinarinnar

3. grein

Rétt til inngöngu í félagið eiga öll starfandi málmiðnaðarfyrirtæki svo og þjónustudeildir fyrirtækja sem starfa á sviði málmiðnaðar og eru aðilar að Samtökum iðnaðarins.

4. grein

Umsókn um inngöngu í félagið skal vera skrifleg. Umsókn skal leggja fyrir næsta stjórnarfund, sem úrskurðar hvort umsækjandi uppfyllir inntökuskilyrði.

5. grein

Stjórn félagsins er skipuð níu mönnum. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu til tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn eru einnig kosnir til tveggja ára með þeim hætti að fjórir eru kosnir þegar formaður er kosinn og aðrir fjórir hin árin. Kjörgengir í stjórn eru starfsmenn aðildarfyrirtækja og stjórnarmenn þeirra enda liggi fyrir samþykki þeirra á aðalfundi að taka sæti í stjórn félagsins.

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund kýs hún úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera.

6. grein

Formaður stjórnar eða varaformaður í forföllum hans, boðar til stjórnarfundar í samráði við tengilið félagsins hjá Samtökum iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður eða varaformaður skulu þó boða stjórnarfund ef a.m.k. 2 stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfundir eru aðeins lögmætir að minnst fjórir stjórnarmenn sæki þá.

Rita skal fundargerð um það sem gerist á fundunum. Stjórnin ræður öllum félagsmálum milli félagsfunda og getur innan takmarka þeirra, sem lög þessi setja, skuldbundið félagið og eignir þess með ályktunum sínum og samningum.

7. grein

Félagsfund skal halda þegar félagsstjórn þykir þurfa eða þegar a.m.k. 5 aðildarfyrirtæki óska þess og geta um tilefni. Félagsfundir skulu boðaðir bréflega eða með tölvupósti með a.m.k. viku fyrirvara. Félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Félagsfundur sem löglega er til boðað er lögmætur án tillits til þess hve margir sækja hann.

8. grein

Aðalfund skal halda fyrir lok maí ár hvert og er hann löglegur ef löglega er til hans boðað. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

Til aðalfundar skal boðað bréflega eða með tölvupósti með minnst 14 daga fyrirvara. Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Þær skulu sendar félagsmönnum með hæfilegum fyrirvara.

9. grein

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning.

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.

3. Stjórnin leggur fram til afgreiðslu endurskoðaða reikninga félagsins fyrir liðið

reikningsár svo og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.

4. Lagabreytingar.

5. Tillögur uppstillinganefndar.

6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna ársreikninga

7. Önnur mál.

10. grein

Hverjum fundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann skal rannsaka í byrjun hvort fundurinn er lögmætur og lýsa síðan yfir hvort svo sé. Fundarstjóri tilnefnir fundarritara úr hópi fundarmanna.

11. grein

Aðeins þeir félagar sem senda fulltrúa á aðalfund hafa atkvæðisrétt. Einfaldur meirihluti ræður við atkvæðagreiðslu á aðalfundi.  Allir aðilar að starfsgreinahópnum hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði. Atkvæðagreiðsla og önnur meðferð mála á fundum fer eftir almennum fundasköpum. Þó skal skrifleg atkvæðagreiðsla fara fram þegar einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess Aðildarfyrirtækjum er óheimilt að framselja atkvæðisrétt sinn til fulltrúa annarra aðildarfyrirtækja.

12. grein

Stjórn félagsins getur boðað til aukaaðalfundar telji hún þess þörf eða ½ félagsmanna fer fram á slíkt við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að beiðni þess efnis berst stjórn félagsins.

13. grein

Reikningar félagsins skulu lagðir fyrir og staðfestir af kjörnum skoðunarmönnum.

14. grein

Minnst hálfum mánuði fyrir aðalfund skal stjórn félagsins skipa þriggja manna uppstillingarnefnd, sem leggur fram tillögur um uppstillingu til stjórnarkjörs og kjör skoðunarmanna.

15. grein

Starfsár félagsins er milli aðalfunda en reikningsárið er almanaksárið.

16. grein

Eignir félagsins eru í félagssjóði. Félagssjóð skal nota til reksturs félagsins og verkefna sem samræmast markmiðum félagsins. Fé félagsins skal ávaxta á þann hátt sem félagsstjórn ákveður nema félagsfundur geri samþykkt um annað.

17. grein

Lögum þessum má ekki breyta nema á löglegum aðalfundi enda hafi þess verið getið sérstaklega í fundarboði og greint frá í hverju tillögur um lagabreytingar eru fólgnar. Lagabreytingar öðlast gildi hljóti þær samþykki 2/3 greiddra atkvæða fundarmanna.

18. grein

Aðalfundur getur með sama hætti og um getur í 18. grein ákvarðað að leysa félagið upp. Fundur sá sem það samþykkir með lögmætum hætti kveður á um hvernig ráðstafa skuli eignum félagsins og um greiðslu skulda.

19. grein

Lög þessi öðlast gildi með breytingum 27. maí 2016

Reykjavík, 27. maí 2016