Iðnþing 2004
Niðurstöður viðhorfskannana
Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins 2004
Samtök iðnaðarins slíta barnsskónum
Vilmundur sagði m.a. að Samtök iðnaðarins væru að slíta barnsskónum þótt þau stæðu á gömlum merg. Starf þeirra á liðnum tíu árum hefði verið farsælt og tekist hefði að sinna fjölbreyttum og gerólíkum þörfum og óskum félagsmanna. Hafa bæri í huga að innan raða SI væru 26 fagfélög og 275 fyrirtæki eða samtals 1100 rekstraraðilar. Félagsmenn kæmu úr öllum greinum iðnaðar allt frá handverki til stóriðju, frá þeim smæstu til hinna stærstu.
Lesa meiraRæða Vilmundar Jósefssonar formanns SI
„EES-samningurinn eðlilegt svar við kalli tímans“
Í upphafi ræðu sinnar á Iðnþingi sagðist Valgerður hafa það á tilfinningunni að tilkoma Samtaka iðnaðarins og EES-samningurinn hefðu verið eðlilegt svar við kalli tímans. Hvort tveggja hefði átt sér rætur í almennri kröfu í upphafi tíunda áratugarins um opnun viðskiptalífsins, aukinn hagvöxt, bætt lífskjör og skilvísari stefnumótun og framkvæmd á öllum sviðum. Það færi varla á milli mála að EES-samningurinn hefði markað straumhvörf í íslensku efnahagslífi. Það hefði komið fram í auknu frelsi, t.d. varðandi frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks.
Lesa meiraRæða Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra
Frjáls för vinnuafls – breytingar á vinnumarkaði
Árni Magnússon gat þess að við undirbúning EES-samningsins á sínum tíma hefði verið farið yfir Evrópulöggjöf á öllum sviðum. Þá var ljóst að stærsta breytingin gagnvart vinnumarkaði fælist í gildistöku tveggja Evrópureglugerða um frjálsa för og almannatryggingar launafólks. Markmið þeirrar síðarnefndu væri að viðhalda rétti sem fólk hefði áunnið sér í almannatryggingakerfinu þótt það flyttist milli aðildarríkja EES-samningsins.
Lesa meiraÁrni Magnússon félagsmálaráðherra - erindi á Iðnþingi 2004
Fjárfestingar og fjármagnsflutningar
Bjarni Ármannson sagði m.a. að á þeim 10 árum sem liðin væru síðan samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi hér á landi hefðu orðið gífurlegar breytingar á fjármálalífi á Íslandi. Frjálsir fjármagnsflutningar og opnara viðskiptaumhverfi hefði skapað grundvöll fyrir einu mesta framfaraskeiði í sögu lands og þjóðar.
Lesa meiraBjarni Ármannsson forstjóri - Erindi á Iðnþingi 2004
- Fyrri síða
- Næsta síða