„EES-samningurinn eðlilegt svar við kalli tímans“

- Útdráttur úr ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, á Iðnþingi

Í upphafi ræðu sinnar á Iðnþingi sagðist Valgerður hafa það á tilfinningunni að tilkoma Samtaka iðnaðarins og EES-samningurinn hefðu verið eðlilegt svar við kalli tímans. Hvort tveggja hefði átt sér rætur í almennri kröfu í upphafi tíunda áratugarins um opnun viðskiptalífsins, aukinn hagvöxt, bætt lífskjör og skilvísari stefnumótun og framkvæmd á öllum sviðum. Það færi varla á milli mála að EES-samningurinn hefði markað straumhvörf í íslensku efnahagslífi. Það hefði komið fram í auknu frelsi, t.d. varðandi frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks.

Í upphafi ræðu sinnar á Iðnþingi sagðist Valgerður hafa það á tilfinningunni að tilkoma Samtaka iðnaðarins og EES-samningurinn hefðu verið eðlilegt svar við kalli tímans. Hvort tveggja hefði átt sér rætur í almennri kröfu í upphafi tíunda áratugarins um opnun viðskiptalífsins, aukinn hagvöxt, bætt lífskjör og skilvísari stefnumótun og framkvæmd á öllum sviðum. Það færi varla á milli mála að EES-samningurinn hefði markað straumhvörf í íslensku efnahagslífi. Það hefði komið fram í auknu frelsi, t.d. varðandi frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks.

EES-samningurinn mikið gæfuspor

Valgerður sagði að samningurinn hefði verið mikið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag. Samstarfið við Evrópuþjóðir væri okkur Íslendingum ákaflega dýrmætt og áhersla á að það ykist á næstu árum. Að mörgu leyti hefðu Samtök iðnaðarins verið í fararbroddi í að móta eigin hugmyndafræði í þeim efnum hér á landi og sú vinna hefði skilað miklum og góðum árangri. Við hefðum tekið til hendinni við endurbætur í eigin ranni og hinar stórkostlegu breytingar á fjármálamarkaði væru til vitnis um það. Gjaldeyrishöft hefðu verið afnumin og löggjöf fjármálamarkaðarins tekið stakkaskiptum og hann eflst svo um munaði og það hefði skilað sér til atvinnulífsins með ýmsu móti. Það sæist best á þeim gríðarkrafti sem hefði verið leystur úr læðingi við einkavæðingu bankanna og þeirri útrás sem hefði verið henni samfara. Þeir væru ófáir sem óttuðust að samþjöppun á tilteknum sviðum atvinnulífsins gæti leitt til tímabundins óhagræðis fyrir neytendur og þær áhyggjur væru ekki ástæðulausar en hún teldi þó að allir sæju að vextir og önnur almenn viðskiptakjör yrðu að vera sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.

Fjárhagsvandi Nýsköpunarsjóðs

Ráðherra sagði að nýsköpun atvinnulífsins hefði átt nokkuð undir högg að sækja undanfarin ár. Nýsköpunarsjóður hefði verið einn helsti burðarstólpi nýsköpunar frá því að hann tók til starfa árið 1998. Hann hefði fjárfest í um 100 fyrirtækjum og ætti nú eignarhlut í 70 fyrirtækjum. Staða sjóðsins væri hins vegar mjög erfið um þessar mundir og geta hans til að sinna hlutverki sínu lítil. Iðnaðarráðuneytið hefði reynt að finna lausn á því í samvinnu við aðra aðstandendur sjóðsins og þess væri að vænta að frumvarp þess efnis yrði lagt fram á Alþingi á næstunni. Tilgangurinn væri að efla starfsemi Nýsköpunarsjóðs til að hann gæti sinnt hlutverki sínu.

Starfsemi Tækniþróunarsjóðs ýtt úr vör

Valgerður sagði að það hefði lengi staðið atvinnulífinu fyrir þrifum að fjármagn til að styðja við tækniþróun og nýsköpun hefði verið af skornum skammti. Úr því hefði nú verið bætt og fyrir skömmu hefði verið auglýst eftir umsóknum um styrki úr Tækniþróunarsjóði og starfsemi sjóðsins þar með ýtt úr vör. Hlutverk hans væri að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar til að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ný rafaorkulög Næst vék iðnaðarráðherra máli sínu að raforkumálum og sagði ár síðan Alþingi samþykkti ný raforkulög sem byggjast m.a. á tilskipun Evrópusambandsins um aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfaþátta í starfsemi raforkufyrirtækja. Valgerður sagði m.a að á næstunni myndi hún mæla fyrir þremur frumvörpum um þau mál og hún vænti þess að það viðamikla mál yrði til lykta leitt á þessu þingi. Mikilvægt væri fyrir orkufyrirtækin og viðskiptavini þeirra að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefði um starfsskipulag þessarar mikilvægu atvinnugreinar og hún sagðist sannfærð um að fyrirhugaðar breytingar yrðu öllum til hagsbóta.

Fjölbreyttara viðskiptaumhverfi

Valgerður sagði að viðskiptaumhverfið yrði sífellt fjölbreyttara. Fyrirtæki væru orðin öflugri og útrás íslenskra fyrirtækja hefði vakið mikla athygli. Hún taldi engan vafa leika á að þróunin síðustu 10 ár hefði leitt til betri lífskjara fyrir þjóðina. Sá góði árangur væri engin tilviljun því að markvisst hefði verið unnið að því að styrkja samkeppnisgrundvöll atvinnulífsins, laða hingað erlent fjármagn, auka fjárfestingar og efla fyrirtækin í landinu með breytingum á skattaumhverfinu. Aukin hagræðing og hraðar breytingar á eignarhaldi fyrirtækja hefðu hins vegar leitt til meiri samþjöppunar og minni samkeppni í einstökum atvinnugreinum Valgerður sagðist nýlega hafa skipað nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis og henni væri m.a. ætlað að skoða hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun og með hvaða hætti þróa mætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts. Gert væri ráð fyrir að nefndin lyki störfum og skilaði tillögum eigi síðar en 1. september næstkomandi. Að lokum óskaði Valgerður Samtökunum til hamingju með 10 ára afmælið og þakkaði fyrir gott samstarf þau ár sem hún hefði gegnt starfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Sjá nánar ræðu Valgerðar á Iðnþingi 2004

Þóra Kristín Jónsdóttir tók saman