Meistarafélag hársnyrtimeistara- og sveina í Reykjavík
Meistarafélag hársnyrtimeistara og -sveina í Reykjavík var stofnað 1999.
Meistarafélag hársnyrtimeistara og -sveina í Reykjavík var stofnað 1999 og hét þá Meistarafélag hársnyrta. Í febrúar 2024 var félagið opnað fyrir hársnyrtisveina og nafni félagsins því breytt í Félag hársnyrtimeistara og -sveina í Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að:
Efla samvinnu og samheldni meðal meistara í hársnyrtiiðn.
Eiga samstarf við hliðstæð samtök erlendis.
Leggja áherslu á að menntun starfsfólks og stjórnenda í greininni sé eins góð og kostur er og að hún stuðli að eðlilegri þróun og falli að þörfum greinarinnar.
Stuðla að félagslegum og faglegum framförum í greininni með upplýsinga- og fræðslustarfsemi, sýningum og keppni.
Vera málsvari félagsmanna út á við og varðandi mál sem varða hagsmuni þeirra og opinbera umfjöllun.
Vefsíða félagsins: https://www.meistarafelagid.is/
Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is.
Stjórn
Stjórn 2024
Andri Týr Kristleifsson, formaður
Katrín Sif Jónsdóttir, gjaldkeri
Margrét Ósk Brynjólfsdóttir, ritari
Elvar Logi Rafnsson, meðstjórnandi
Halldóra Jónsdóttir, meðstjórnandi