Sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms
Aðkoma fyrirtækja að iðn-, verk- og tækninámi er mjög mikilvæg, ekki síst þegar kemur að því að taka nemendur í vinnustaðanám (á samning). Fjöldi fyrirtækja leggur sitt af mörkum í þessum efnum en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins. Í því skyni hafa fjölmörg fyrirtæki innan SI staðfest sáttmála um eflingu vinnustaðanáms.
Undirritað fyrirtæki hafa staðfest sáttmálann og lýst yfir einlægum vilja sínum til að auka aðgengi nemenda að vinnustaðanámi í fyrirtækjum til að efla og bæta iðn-, verk- og tæknimenntun ungs fólks. Lögð verður áhersla á að:
- taka vel á móti nemum með skipulögðum og ábyrgum hætti
- bjóða nemum samning um vinnustaðanám
- skrá laus vinnustaðanámspláss á vefinn www.verknam.is
- auglýsa lausar nemastöður
Með þessu vilja fyrirtækin axla ábyrgð á að nemendur geti öðlast góða menntun sem stenst alþjóðleg viðmið og opnar fjölmargar dyr. Um leið styrkja fyrirtækin stöðu atvinnulífsins og skapa ný tækifæri til framtíðar.
Ef þú hefur áhuga á því að þitt fyrirtæki staðfesti
sáttmálann sendu póst hér með nafni fyrirtækisins, kennitölu og
forráðamanni.
FYRIRTÆKI | |||
---|---|---|---|
Aðalmúr Bergur Ingi Arnarson - Aðalvík |
| Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts Raftækjasalan |