Hvað er Íslenskt – gjörið svo vel?

Íslenskt – gjörið svo vel er kynningarátak sem tekur utan um allt sem er íslenskt og við þekkjum öll svo vel. En vitum við raunverulega hvað Ísland á mikið af frábærum vörum?

Við erum gestrisin þjóð og hluti af því að taka vel á móti þeim sem sækja okkur heim er að benda þeim á eftirlæti heimamanna. Á vefsíðunni gjoridsvovel.is geturðu skoðað fjöldan allan af íslenskum vörum og sett saman þinn eigin meðmælalista. Listar geta jú verið einkar gagnlegir og handhægir, sérstaklega ef þú vilt að skólafélaginn frá Köben eða frænka þín í LA viti það sem við vitum öll – að íslenskar vörur eru enginn eftirbátur erlendra.

Íslenskt - gjörið svo vel er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka atvinnulífsins og Bændasamtaka Íslands

Viltu vinna?

Ef þú setur saman lista og deilir honum með umheiminum gætir þú unnið veglega vinninga, sem eru að sjálfsögðu allir íslenskir. Meðal þess sem vert er að sækjast eftir eru tvö gjafabréf frá 66°N, ekta íslenskar lopapeysur frá Handprjónasambandinu, Fuzzy-stóllinn frægi, gjafabréf frá Orr og Aurum, sem og veglegar gjafakörfur fullar af ýmist íslensku sælgæti, mjólkurvörum, kjöti, bakkelsi eða drykkjum.

Vinningar                                Andvirði

1 stóll – Fuzzy                         61.500

2 gjafabréf frá 66°Norður       100.000 hvort

4 matarkörfur                          25.000 hver

3 lopapeysur                           24.200 hver

3 gjafabréf frá ORR                30.000 hvert

3 gjafabréf frá Aurum             30.000 hvert

Taktu þátt