Tækni- og hugverkaþing SI
Tækni- og hugverkaþing SI er haldið annað hvert ár.
Tækni- og hugverkaþing SI 2019
Fjölmennt var á Tækni- og hugverkaþingi SI sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu 28. nóvember. Á þinginu flutti Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, opnunarávarp. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flutti erindi með yfirskriftinni Fréttir úr framtíðinni. Fulltrúar fimm atvinnugreina sem tilheyra íslenskum hugverkaiðnaði kynntu sína starfsgrein. Fyrir gagnaversiðnaðinn talaði Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers. Fyrir upplýsingatækniiðnaðinn talaði Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo. Fyrir líf- og heilbrigðistækniiðnaðinn talaði Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís. Fyrir tölvuleikjaiðnaðinn talaði Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games. Fyrir kvikmyndaiðnaðinn talaði Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, kynnti því næst aðgerðir í þágu nýsköpunarumhverfisins sem koma í kjölfar nýrrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem kynnt var í haust. Að loknu erindi ráðherra stýrði Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI, pallborðsumræðum þar sem ræddu saman Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP en hann kom í stað ráðherra sem ekki gat tekið þátt í umræðunum.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri.
Myndir
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.
Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo.
Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís.
Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games.
Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.
Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI.
Umræður.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Glærur
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundarins.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.
Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo.
Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games.
Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Myndbönd
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbönd fundarins.
Umfjöllun
Markaðurinn, 27. nóvember 2019.
Morgunútvarpið Rás 2, 28. nóvember 2019.
mbl.is, 28. nóvember 2019.
Kjarninn , 28. nóvember 2019.
RÚV, 28. nóvember 2019.
Fréttir RÚV, 28. nóvember 2019.
Viðskiptablaðið, 6. desember 2019.
Viðskiptablaðið, 8. desember 2019.
Auglýsingar
Tækni- og hugverkaþing SI 2017
Tækni- og hugverkaþing SI 2017 var haldið föstudaginn 13. október fyrir fullum sal í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Fjórða iðnbyltingin er skollin á og framundan eru tæknibreytingar sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að viðnáum að grípa þau. Breytingarnar kalla á nýjar áherslur í rannsóknum og þróun þannig að hægtverði að skapa ný viðskiptatækifæri. Til þess þurfum við að virkja hugverk í ótal myndum.Ísland verður að standast alþjóðlega samkeppni og vera virkur þátttakandi í umbreytingunum. Á þinginu verður farið yfir helstu málefni sem fylgja nýjum veruleika og efnt verður til pallborðsumræðna fulltrúa stjórnmálaflokkanna og atvinnulífsins.
Orri Hauksson, forstjóri Símans var fundarstjóri og stýrði pallborðsumræðum með fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem voru:
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Miðflokkurinn
- Lilja Alfreðsdóttir - Framsóknarflokkurinn
- Björt Ólafsdóttir - Björt framtíð
- Smári McCarthy - Píratar
- Ólafur Ísleifsson - Flokkur fólksins
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir - Samfylkingin
- Svandís Svavarsdóttir - VG
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Sjálfstæðisflokkur
- Jón Steindór Valdimarsson - Viðreisn
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast umræðurnar í hverju pallborðanna þriggja:
Færni framtíðar
Stöðugt rekstrarumhverfi
Rannsóknir og þróun
Myndir frá Tækni- og hugverkaþinginu
Myndaalbúm frá þinginu er hægt að nálgast á Facebook.
Glærur frummælenda
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur frummælenda á þinginu:
- Nýsköpunarlandið Ísland? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Nyskopunarlandid_Sigurdur-Hannesson
- Starfsumhverfið - erum við á réttum stað? Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnandi hjá Marel og formaður Hugverkaráðs SI Starfsumhverfi_Ragnheidur-Magnusdottir
- Fjórða iðnbyltingin Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við HR Fjorda-idnbyltingin_Olafur-Andri-Ragnarsson
- David Bowie, færnibilið og menntun Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur, frumkvöðull og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs David-Bowie_Hrund-Gunnsteinsdottir
- Samvinna í gegnum sýndarveruleika Þröstur Þór Bragason, miðlunarfræðingur hjá Eflu Samvinna_Throstur-Thor-Bragason
- Á misjöfnu þrífast... Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri gagna hjá Qlik A-misjofnu_Hjalmar-Gislason
- Gervigreind: tækifæri og ógnanir Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR Gervigreind_Yngvi-Bjornsson
- Samkeppnishæfni Íslands og viðskiptakostnaður Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone Samkeppnishaefni_Stefan-Sigurdsson
- Ísland í hraðal Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crawberry Capital Island-i-hradli_Helga-Valfells
- Samantekt Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI Heimsmarkmid---glaera-GH
Skilaboð frá atvinnulífinu
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbönd sem sýnd voru á Tækni- og hugverkaþinginu þar sem fram koma stjórnendur íslenskra fyrirtækja og ræða um þá málefni sem brýnust eru í tækni- og hugverkageiranum. Eftirtaldir stjórnendur koma fram í myndböndunum þremur:
- Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi
- Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NoxMedical
- Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
- Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan
- Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling
- Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku
- Dr. Sesselja Ómarsdóttir, forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech
Rannsóknir & þróun
Stöðugt rekstrarumhverfi
Menntun
Loforðin átta
Á Tækni- og hugverkaþinginu voru lögð fram átta atriði sem tekin voru til umræðu í pallborðunum þremur sem sett voru upp með stjórnmálafólkinu. Í lok fundarins var efnt til símakosninga þar sem fundarmenn gátu forgangsraðað loforðunum átta. Þetta var niðurstaða kosninganna:
- Gerum íslenska skólakerfið samkeppnishæft.
- Myndum samfellu úr grunnskóla í háskóla. Veitum auknu fé til grunnskóla til að auka gæði kennslu í tækni- og raungreinum og auka tæknisköpun.
- Tryggjum starfsemi hugverkadrifinna fyrirtækja á Íslandi með hækkaðri hámarksendurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði.
- Slípum umgjörð skattahvata við fjárfestingu í nýsköpun.
- Gagnatengingar auki samkeppnishæfi og geri landið að áhugaverðum valkosti fyrir nýsköpun, gagnavinnslu og gagnaver.
- Auðveldum erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og byggja upp samfélagið.
- Nýsköpunarsjóður verði nýttur til að hvetja til fjárfestinga erlendra og innlendra fagfjárfesta.
- Stefnumót vísindamanna og atvinnulífs – Aukum framlög til samkeppnissjóða sem styðja vísindastarf.
Dagskrá Tækni- og hugverkaþings SI