Málefni Samtaka iðnaðarins
Öflugt samfélag er yfirskrift stefnuáherslu SI um málefni sem styrkja samkeppnishæfni íslensks iðnaðar.
Öflugt samfélag er yfirskrift einnar stefnuáherslu Samtaka iðnaðarins samkvæmt stefnu sem stjórn samþykkti 2022. Unnið er að málefnum sem styrkja samkeppnishæfni íslensks iðnaðar sem eru mannauður, nýsköpun, starfsumhverfi, innviðir, orka og umhverfi. Stefna SI fjallar um áherslur í störfum Samtaka iðnaðarins. Stefnumálin miða að því að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar út frá þeim sex meginmálaflokkum sem mestu varða um framleiðniþróun og velmegun til framtíðar.