Málefni Samtaka iðnaðarins

Stefna Samtaka iðnaðarins 2019-2021

Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar hvílir á sex stoðum.

Stefna SI fjallar um áherslur í störfum Samtaka iðnaðarins. Stefnumálin miða að því að efla
samkeppnishæfni íslensks iðnaðar út frá þeim sex meginmálaflokkum sem mestu varða um
framleiðniþróun og velmegun til framtíðar.

Starfsumhverfi_1610555668343

STARFSUMHVERFI

Innvidir

INNVIÐIR

Menntun

MENNTUN

Nyskopun_afrit

NÝSKÖPUN

Orka-og-umhverfi

ORKA OG UMHVERFI

Imynd

ÍMYNDARMÁL 


Framtíðarsýnin

Ísland 2050 - Fyrir hvaða framtíð erum við að búa okkur undir?

Ísland árið 2050 er í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni þjóða og nýtur mikillar velgengni. Verðmætasköpunin er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Fjárfestar sækjast eftir því að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi. Efnahagsleg velmegun íbúa er mikil og Ísland er eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar. Landið er vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti.

Mynd01_Island2018og2050