Hagtölur

Iðnaður er umfangsmikill í íslensku efnahagslífi

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Innan iðnaðar starfar fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem eru samofin öllum sviðum efnahagslífsins með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækin eru bæði lítil og stór, í rótgrónum og nýjum iðngreinum með starfsemi um allt land.

 

Iðnaður skapar 26% landsframleiðslunnar

Íslenskur iðnaður er eina af undirstöðum íslensks efnahagslífs. Greinin skapaði tæplega 26% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2022 eða ríflega fjórðung. Ef með er tekið óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar hins vegar talsvert meira. Hlutur greinarinnar í verðmætasköpun hagkerfisins hefur verið að aukast síðustu ár. 

Lesa meira

Eitt af hverjum fjórum störfum

Iðnaður er umfangsmikill á íslenskum vinnumarkaði en 46 þúsund launþegar voru í iðnaði undir lok síðasta árs eða einn af hverjum fjórum hér á landi. Undirstrika tölurnar umfang iðnaðarins á íslenskum vinnumarkaði og mikilvægan þátt greinarinnar í gangverki hagkerfisins. 

Lesa meira

Iðnaður skapar 44% útflutningstekna

Útflutningstekjur iðnaðar námu 761 milljarði kr. á árinu 2022. Tekjurnar eru af fjölbreyttri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu-, hugverka- og byggingariðnaðar. 

Lesa meira

Velta í iðnaði 1.963 milljarðar króna

Velta í iðnaði nam 1.963 mö.kr. á árinu 2022. Um er að ræða tæplega þriðjung af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu og undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. 

Lesa meira