Hagtölur

Iðnaður er umfangsmikill í íslensku efnahagslífi

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins.  

 

Iðnaður skapar 22% landsframleiðslunnar og þriðjung hagvaxtar

Íslenskur iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Skapaði greinin tæplega 22% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2018 eða um 624 milljarða króna. Lætur því nærri að iðnaður hafi á því ári skapað eina af hverjum fjórum krónum sem urðu til innan íslenska hagkerfisins. Ef með er tekið óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira. Iðnaður stóð jafnframt undir þriðjungi hagvaxtar á árunum 2011 til 2018. Greinin hefur þannig átt stóran þátt í því að bæta hag heimilanna á síðustu árum, auka kaupmátt ráðstöfunartekna og skapa störf.  

Lesa meira

Eitt af hverjum fimm störfum

Á margan máta hefur vel tekist til við að efla iðnað hér á landi á síðustu árum. Það sést m.a. í því að starfandi í iðnaði hefur fjölgað umtalsvert. Í greininni í fyrra voru starfandi um 9.814 fleiri en árið 2010 eða þegar hagkerfið byrjaði að taka við sér eftir efnahagsáfallið 2008. Það er tæplega eitt af hverjum fjórum störfum sem sköpuðust í hagkerfinu á þessum tíma. Hlutfallið er vísbending um stóran þátt greinarinnar í hagvexti tímabilsins og framlag hennar til bættra efnahagslegra lífsgæða í landinu. Mikilvægt er að byggt sé áfram á þessum grunni öflugs iðnaðar hér á landi. 

Lesa meira

Iðnaður skapar 30% gjaldeyristekna

Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði af útflutningi vöru- og þjónustu námu 395 mö.kr. í fyrra. Tekjurnar eru af fjölbreyttri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu-, hugverka- og byggingariðnaðar.


Lesa meira

Velta í iðnaði 1.328 milljarðar króna á síðasta ári

Velta í iðnaði nam 1.357 mö.kr. á síðasta ári. Um er að ræða um 33% af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu. Undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. Er hlutfallið svipað og það hefur mælst að meðaltali í þessari efnahagsuppsveiflu.

Lesa meira